þannig er að ég bjó úti í svíþjóð þegar ég var lítil og tók þessvegna sænsku í stað dönsku í skólanum. Ég bý í hafnarfirði og tók sænskutíma hjá námsflokkunum. Það var bara hið besta mál fyrir utan það að kennarinn var sá heimskasti maður sem ég hef kynnst allavega á sviði kennslu og flestir tímarnir enduðu á því að vinkona mín sem var að flytja frá svíþjóð síðastliðið sumar (hún er samt íslensk) var farin að kenna honum. já en ok við þraukuðum veturinn og lærðum allskyns málfræði sem var eiginlega á sama stigi og íslenskan er á. svo kom að smræmduprófunum og ég fékk að heyra frá sænskukennaranum að hann gæti ekki hjálpað okkur að læra undir þau og ég varð brjáluð út í hann. ok og svo komu þessi blessuðu próf og það lá við að ég stæði upp og gengi út því þetta próf byggðist eingöngu á hlustun lesskilningi og ritun og þetta voru allt hlutir sem ég auðveldlega hefði getað leyst þegar ég var 7 ára og án þessara málfræðitíma í sænsku sem ég þurfti að mæta í í allan vetur. eftir prófið hringdi ég í vinkonu mína og þá kom í ljós að þetta var sama próf og dönskiprófið bara þýtt yfir á sænsku. Þetta er einfaldlega fáránlegt og að þeir skulu ekki nenna að búa til annað próf er leti þeir gætu haft norsku o´g sænsku eins en ekki dönsku þetta er einfaldlega ósanngjarnt og ef þeir gera þetta því má ekki velja á milli þessara tungumála eins og maður velur á milli þýsku og frönsku? ég er allavega hundful yfir þessu.
með von um að eitthvað verði gert í málunum //catX