Mig langar að byrja með að segja að þetta er ekki nein persónuleg árás heldur bara svar og annað álit á greininni sem hugarinn “marey” skrifaði hérna á skólaáhugamálið um að feminisma ætti að kenna í skólum. Það var bara komið svo mikið af álitum að ég gat ekki skrifað það sem mér fannst…

Það er bara mitt álit að þessir tímar sem þú lýsir eiga engan rétt á sér, jafnréttislega séð. Þetta með að lofsyngja “æðra kynið” eins og marey vill kalla það finnst mér fáránlegt, í fyrsta lagi því að það á við engin rök að styðjast og svo vegna þess að það er ekki til neitt “æðra kyn” og það er nákvæmlega tilgangurinn með feminismanum, að skapa JAFNRÉTTI og þessir lofsöngvar eru bara andstæða við tilgang tímanna. Það á einnig við um þetta við að binda strákana og leyfa stelpunum að gera hvað sem er við þá stuðlar heldur ekki til jafnréttis.

Mér finnst femínistar vera stundum að vinna gegn boðskap sínum og vinna bara að því að auka réttindi kvenna og kvenna og kvenna. Auðvitað er mikilvægt að koma jafnvægi á launakerfið og fleira, en svo er líka karlmönnum kennt um margt eins og vændi. Það er mín skoðun að þessar mellur geti bara sjálfum sér um kennt að vera að selja sig! Þú talaðir um tölvuleikinn San Andreas í annarri grein þar sem þú talaðir um að konur væru lítillækkaðar með því að sýna mellur og að það væri hægt að drepa konur í þessum leik. Afsakið að ég er komin út fyrir efni skólaáhugamálsins en ég vil bara benda á það að ég hef spilað þennan leik og hann speglar bara það sem er að gerast í þessum hverfum, þar eru konur að selja sig og þar er hægt að drepa konur…og líka karla!

Ég veit ekki hvort þú ert að grínast með allt þetta en slakaðu aðeins á, hugsaðu aðeins um hvað þú ert að tala um þegar þú segir að karlmenn séu svín (já þú sagðir það á kasmír síðunni þinni) og að konur séu æðra kynið o.s.frv. Ég veit ekki betur en að langflestir karlmenn vilji líka stuðla að jafnrétti en ég skil þá vel þegar þeir segja að þetta sé komið út í öfgar.

Þar með vildi ég bara segja að ég er algerlega ósammála hugmynd þinni um að kenna feminisma í skóla.

Kveðja,
“sweetbaby”


LEIÐIN TIL ÞESS AÐ BÆTA STÖÐU KVENNA ER EKKI AÐ DRAGA ÚR RÉTTINDUM KARLA