Ég er í 10. bekk í Húsaskóla og langaði aðeins að segja frá mjög lélegu kerfi sem að er notast við þar.
Þannig er mál með vexti að unglinga deildin, þ.e. 8-10 bekkur er skipt niður eftir getu. Þeim er skipt í þrjá hópa: Hægferð, Miðferð og Hraðferð. Hingað til hef ég verið í miðferð bara að fýla mig inn þar vel og síðan skeður það að þegar ný önn kemur þá er ég hækkaður uppí hraðferð. Í fyrstu fannst mér þetta mjög gaman og skemmtilegt enn það var áður enn ég sá t.d. helstu gallana í þessu kerfi.
Til að vera í hægerð þarftu að vera með um 6,0 í meðaleinkunn á meðan í miðferð þarftu 7,0-7,5 og síðan í hraðferð þarf um 8,0 eða yfir. Allavega munurinn á þessum brautum er sá að hraðferðin fer hraðar yfir efnið og á að þurfa minni hjálp enn hinar ferðirnar og það er ýtt meira á þessa einstaklinga og ætlast til mikils af þeim.
Ég hef aldrei verið góður í stærfræði og ekkert verið að fela það á meðan íslenskan er ekkert mál fyrir mig. Þannig er það nú að ég þyrfti helst að vera í hægferð í stærfræði og hraðferð í íslensku enn kerfið virkar ekki þannig. Þú ert bara í hægferð, miðferð eða hraðferð. Það er ekkert hægt að hafa þetta eins og myndi henta mér mjög vel og ég veit að myndi henta mörgum öðrum líka.
Stærðfræði kennarinn sem ég er með núna er jú jú mjög fínn enn hann var á mjög mikilli hraðferð að klára stærfræði bókina fyrir verkfall enn núna eftir verkfallið þá get ég ekki einu sinni haldið uppí við bekkinn. Það sem mörgum finnast einfaldar formúlur finnst mér vera krot og krass. Þegar ég lýt á töfluna og sé allar þessar formúlur þá er ég ekkert að fatta þetta. Hann er að fara of hratt fyrir mig enn ég get ekkert í því gert!
Mér finnst þetta alveg hræðilega asnalegt kerfi og ég er nokkuð viss að það séu aðrir í sömu aðstöðu og ég í þessum skóla.
Svo mig langar að spurja, hvað finnst hinum almenna hugara um þetta? Mér persónulega finnst þetta mjög heimskulegt kerfi þar sem að allir eru ekkert jafn góðir í bæði íslensku og stærðfræði.