Eru kennarar vondar fyrirmyndir?
Kennarar eru að brjóta lög með því að mæta ekki í skólann. Hvað segir það okkur nemendunum? Að það sé bara allt í lagi að brjóta lög og reglur ef manni finnst þær ekki réttar og asnalegar? Þetta eru skilaboðin til okkar. Eigum við þá ekki bara að brjóta skólareglurnar af því okkur finnst þær ekki réttar og það yrði bara smávægilegt miðað við það sem kennarar eru að gera, því þeir eru að brjóta lög.
Svo eru kennarar rosalega hissa að lögin hafi verið sett. Nú eitthvað varð að gera, samningarviðræður voru ekki að ganga sem skyldi og rauninni voru ekkert að ganga. Þetta gat ekki endað öðruvísi. Ef þeir hefðu ekki gripið inn í hefði verkfallið örugglega verið fram yfir jólin. Það er rétt hægt að ímynda sér hvað þá hefði orðið mikil röskun á skólastarfi, þótt hún sé nú gríðarleg fyrir.
En þetta “stunt” hjá þeim að mæta ekki er alveg lýsandi fyrir kennara og þessa kjarabaráttu.
Þarna var undanþágunefnd sem veitti fyrst engar undanþágur. Svo var allt talið verkfallsbrot, eins og krakkar máttu ekki fara í sund, þegar það hefði verið sundtími ef það hefði verið skóli. Svo ég vitni nú í DV, þá máttu víst börnin borða nesti á nestistímum.
Svo langar mig að leiðrétta hérna algengan miskilning. Sumir halda að kennarar fái ekki borgað fyrir að fara yfir ritgerðið og svoleiðis.
Það er ekki rétt, kennarar fá borgaðar 20mín fyrir hverja kennslustund (40mín).