Nú horfi ég að verkfall kennara úr talsverðri fjarlægð frá norðurlöndum, horfi á skemmdina sem verður á skólastarfi vegna þess að aðilar eru ósamstarfsviljugir hvor við annan.

Ekki ætla ég að dæma hver hefur rétt því ég þekki ekki inn á íslensk þjóðfélag svo vel í dag eftir talsvert langa veru erlendis. en ég man vel verkföll og samningaþóf sem virtist vera árviss viðburður í þjóðfélaginu hér á árum áður.

Síðan kemur ríkið og setur bara lög á allt og alla en samt mest launþegana því það er venjan að launþegar koma venjulega verst út úr svoleiðis aðgerðum. en hvað er til ráða ?

Ég hef horft á samningamál hér á norðurlöndum og hef tekið eftir því að harkan er miklu minni hér en á íslandi. Þetta er kannski tilkomið vegna þeirra laga sem gilda td í noregi þar sem samningar eru fra 1 mai til 1 mai ár hvert.

Ef samningar dragast á langinn þá gerir það ekkert til því að launþegarnir frá greitt afturvirkt frá 1 mai hvort sem er og vinnuveitendur græða ekki á að þæfa málin.. eins og virðist vera að gerast á íslandi í verkfalli kennara.

Afhverju eru ekki þessar einföldu reglur settar á íslandi og sett í landslög .. þá þarf ríkið ekki að vera a ðsetja bráðabyrgðalög í tíma og ótíma.

Allir vita hvernig reglurnar eru og þá kemst meiri alvara í samningagerðina og oft eru samningar tilbúnir löngu fyrir 1 mai.

Bkv frá svíþjóð !

skari60