Vá ég er svo ótrúlega ánægð að verkfallið sé kannski að klárast og vona að það verði ekki aftur eftir viku. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að kennararnir samþykki. Nú verða allir grunnskólanemendur að vinna upp 6 vikur af vinnu og það getur haft mikil áhrif á skólan næstu árin jafnvel.


Í skólanum mínum eru ferðir í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði. Ég er til dæmis í flugferð í stærðfræði sem er þannig að við vinnum 2 bækur á einu ári og verðum þess vegna komin byrjuð á framhaldsskólabókinni þegar aðrir eru á 10. bekkjar bókinni. Það verður erfiðara fyrir okkur að vinna meira upp, það er eins og að vinna svona 10 vikur, svo kannski meira ef að samningatillagan verður felld. Ég gerði eiginlegaa ekkert í verkfallinu og ég er eiginlega bara fegin. Ég kláraði bókina um Jón Sigurðsson heima í gær og svo var okkur sagt að það yrði bara hætt með bókina.


Kennarar eru ekki með góð laun sérstaklega ekki ungir kennarar sem þurfa að borga líka af námslánum. Mér finnst það ekki samgjarnt að kennarar hafi lægri laun en til dæmis þingmenn sem þurfa enga menntun. Fyrir um 30 voru kennarar með miklu hærri laun en núna. Þá voru þingmenn ekkert svo launaháir og vildu fá eins laun og kennararnir eru með. Núna heyrði ég einhverntíman í útvarpinu einhvern mann segja að þau ættu að fá eitthvað svipuð laun og þingmenn!
Kennarar eiga betra skilið!
Trínan