Sáttasemjari leggur fram miðlunartillögu, verkfalli frestað
Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari leggur í dag fram miðlunartillögu í vinnudeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga. Ásmundur sagði frá þessu í viðtali í miðnæturfréttatíma Útvarps. Verkfalli kennara er frestað frá og með deginum í dag, kennsla hefst þó ekki fyrr en á mánudag. Allsherjaratkvæðagreiðsla verður hjá kennurum um miðlunartillöguna. Atkvæðaseðlar verða sendir út um helgina. Felli kennarar tillöguna hefst verkfall að nýju þriðjudaginn 9. nóvember.
Tekið af ruv.is ;)
————————————
Jæja..sumir eflaust voða ánægðir,
en satt best að segja þá langar mig ekkert
aftur í skólann..var farin að fíla mig svo
vel í þessu verkfalli :D..fínt að geta
sofið út og svona :)