Glæsileg söngkeppni!!!
Ég kíkti á söngkeppni framhaldskólanna núna á helginni eins og svo margir aðrir…þó hefðu alveg mátt vera miklu fleiri!!! Að mínu mati var þetta glæsileg keppni og ekkert atriði neitt yfirburðar flottast öll frekar jöfn og ekkert atriði algjört klúður eins og varð hjá Ísfirðingum hérna um árið (svona lagast getur nú gerst af stressi) en allavega…þó að þetta hafi nú verið svona flott allt saman sem við sáum þá var ég að tala við stelpu sem var þáttakandi í keppninni. Það kostaði 18.000 kr að vera með í keppninni og fyrir slíka upphæð má nú búast við ýmsu…en allt sem þau fengu var pizza…sem FF (félag framhaldskólanna) hefur að öllum líkindum fengið ókeypis…Þessi sama stelpa var þáttakandi í fyrra og þá fengu þau hárgreiðslu og ýmislegt fyrir peninginn. Mér finnst nú lágmark að fólkið sem er að koma þarna fram með prýði (það þarf nú slatta af kjark til) fái eitthvað fyrir sinn snúning…Þetta er þó ekki allt sem er furðulegt…að mínu mati….það voru 4 dómarar…á ekki alltaf að vera oddadómari??? hvernig er það nú eiginlega??? má bara breyta þessu hips and haps eftir því hversu mikið sá eða sú sem sér um þetta NENNIR að hringja og redda fólki…mig langaði bara að koma þessu á framfæri þar sem fólk er að tala um hvað keppnin er flott og allt það…vildi bara að leyfa þessu fólki að fá innsýn bakl við tjöldin!!!! Endilega látið heyra í ykkur,,,sammála eða ósammála!!!