Já, þið lásuð rétt, IR er orðinn 100 ára gamall!
Í tilefni af afmælinu verður opið hús í skólanum fimmtudaginn 30. september til sunnudags 3. októbers, fyrir alla þá sem vilja koma og kynna sér starfsemi skólans. Svo verður gefin út bók um sögu skólanns.
Fyrir nemendur hefur verið og mun vera mikið í gangi, þriðjudaginn 28. var ókeypis 6 metra löng súkkulaði-afmæliskaka og kók, miðvikudaginn 29. var ókeypis pizza, eins og þú gast borðað, kók eins og þú gast drukkið og svo var rútuferð í Smárabíó þar sem var sýnd Dodgeball frítt fyrir nemendur og við fengum eina stóra kók og eitt stórt popp. Svo er líka mikið í gangi t.d. útvarp Iðnskólans á 101,5 frá 8 að morgni til 5 á daginn og nemendur sjá sjálfir um dagskrá þáttanna. Svo er netsjónvarp þar sem nemendur sjá einnig um dagskrá.