Hæhæ
Ég er að útskrifast núna um jólin og ég er svona farin að spá í hvað ég eigi að leggja fyrir mig og er mikið farin að velta fyrir mér hjúkrunarfræði og fara síðan jafnvel í ljósmóðurina eða eitthvað því um líkt. Það er ekkert langt síðan að ég fór að spá í hjúkrunarfræðinni og er bara orðin nokkuð nokkuð ákveðin í því. En ég var að spá…..ég útskrifast af félagsfræðibraut um jólin og er þar af leiðandi ekki búin með mikla líffræði eða eitthvað fleira í þeim dúr sem að er örugglega gott fyrir mann að vera búin með áður en maður fer í hjúkrunarfræði.
Þess vegna langaði mig að spurja ykkur hvort þið haldið að þetta væri nánast vonlaust mál þar sem að ég hef ef til vil ekki besta grunninn fyrir hjúkrunarfræði. Síðan langaði mig líka að fá að heyra í ykkur sem eruð í þessu námi og fá að vita hvað þið eruð að læra og svoleiðis. Ef þið vitið hvernig er staðið að þessu í Háskólanum á Akureyri þá væri líka mjög gaman að fá að heyra það. eins ef þið vitið hvernig launin eru hjá hjúkrunarfræðingum sem hafa sérhæft sig í einhverju ákveðnu eru.
Takk fyrir :)
Grallara