Sem er Frumkvöðlasetrið. Sjá: http://www.setrid.net
Úttekt af vefnum: “Frumkvöðlasetrið er miðstöð fyrir frumkvöðla og hugvitsfólk framtíðarinnar. Frumkvöðlasetrið vill stuðla að nýrri þekkingu og aukinni menntun í samfélaginu með því að hvetja ungt fólk á aldrinum 11 til 18 ára til dáða og rækta með því frumkvöðlahugsun, örva skapandi hugsun meðal barna og unglinga, miðla þekkingu til ungmenna sem búa yfir frumkvæði og ýta undir að framsæknar hugmyndir þeirra öðlist brautargengi í samfélaginu og eigi greiða leið inn í atvinnulífið.”
“Dvöl á Setrinu er þátttakendum að kostnaðarlausu. Eiginleikarnir sem leitað er að hjá umsækjendum eru frumleiki, frjótt ímyndunarafl, rökhugsun, samskiptahæfni og áhugi á viðfangsefnum Setursins. Áhersla verður lögð á að skerpa framtíðarsýn þátttakendanna svo þeir geti spáð fyrir um hugsanlega þróun og geri sér mynd af því ástandi sem verður þegar þeir sjálfir koma út í atvinnulífið.”
“Frumkvöðlasetrið býður áhorfendum á öllum aldri upp á Framtíðina, vikulegan sjónvarpsþátt. Útsendingar hefjast síðla árs 2001 og verður hver þáttur 40 mínútna langur. Umsjón með þættinum hafa ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. ”