Ég er nemandi í 10.bekk og helmingur skóladagsins hjá bekknum mínum fer í það að stressa sig á þessu væntanlega verkfalli og velta því fyrir sér hvað í ósköpunum skuli gera ef af því verði.
Móðir mín er kennari og kannski er ég ekki hlutlaus í þessu máli, en samt sem áður ætla ég að leyfa mér að koma skoðunum mínum á framfæri og væntanlega fá skoðanir ykkar á þessu máli líka.
Móðir mín hefur unnið sem kennari allt mitt líf og dagurinn hjá henni er frá 8-4.
Margir kennarar eru að kenna allan þennan tíma, þannig að þegar heim kemur bíður þeirra ekki sjónvarpið og sófinn. Þeir þurfa að búa til verkefni handa okkur, próf, fara yfir heimavinnu og annað í þeim dúr.
Ég hreinlega skil ekki þegar fólk segir að þetta sé ekkert nema eigingirni og frekja? Ef þú virkilega ert ósáttur við launin þín, áttu þá bara að sitja á rassgatinu og gera ekkert í því?
Ég las það að laun forseta Íslands væru tíföld laun kennara, eða 1.250.000 á mánuði. Ef ég hugsa aðeins um hlutverk forseta Íslands þá finnst mér klárlega eins og þetta ætti að vera öfugt.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að grunnskólakennarar og háskólakennarar eru sitthvor hluturinn en hvernig í ósköpunum ætlar þú að komast í háskóla án grunnskólamenntunnar?
Einhverjir hreinræktaðir snillingar voru með það sér til “varnar” í kjarabaráttu kennara að þegar síðustu samningar áttu sér stað að launin hefðu verið hækkuð og hvort þeir ættu ekki bara að láta þar við sitja? Þetta er mesta ruglumbull sem ég hef alla mína stuttu ævi, heyrt! Launahækkunin var 0,1 %! Hvernig í ósköpunum eiga kennarar að sætta sig við lítið sem enga hækkun?
Vinur minn sagði mér að honum finndist að laun kennara ættu að vera þau sömu og laun lækna. Þetta væri jafn mikil ábyrgð að flestu leyti, og hvar væru læknarnir ef ekki væru kennarar?
Þetta lætur mann vissulega hugsa aðeins um það hvort kennarar séu að fara fram á of mikla hækkun eða hvort að þeir eigi fylilegan rétt á hækkun þessari sem virðist fullnægja þeim í starfi
Hvað finnst ykkur?
Stend með lærimeisturum mínum, Rizza.
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…