Laugardaginn 28.apríl er Söngvakeppni Framhaldsskólanna haldin í Háskólabíó klukkan tvö og get ég persónulega lofað ykkur frábærri skemmtun þar, og sigurvegari kvöldsins mun áreiðanlega ganga burt með glæsileg verðlaun og góðan grunn fyrir það að verða íslensk poppstjarna (dæmi,Emiliana Torrini og Páll Óskar).
Þetta MUN verða einn helsti atburður ársins fyrir framhaldsskólanema og þess vegna munuð þið ÖLL mæta!
Það er ólýsanleg stemmning sem myndast á þessum eina degi ársins þar sem allir nemendur allra framhaldsskóla landsins eiga fulltrúa sem keppir fyrir þeirra hönd, að sjálfsögðu komast ekki allir að en þeir sem það gera eiga eftir að skemmta sér vel.
Hvaða skóli er svo með pottþéttasta lagið? Af því sem ég hef heyrt þá er MS með það allra flottasta.