Ég valdi skóla eftir námi og líka eftir því hvar ég hélt að ég myndi passa best inn en ég fór án vina minna og ég sá ekkert smá eftir því. Ég lenti með leiðilegu fólki í bekk. Það er alltaf áhættan við bekkjarkerfi og þess vegna elska ég skólann sem ég er í núna en ég byrjaði í MR og fór yfir í MH þar sem vinir mínir voru. Ég eignaðist samt helling af nýjum vinum í gegn um vini mína og vini vina minna og þannig kynntist ég fólki sem að átti mikið betur við mig heldur en þetta fólk sem ég var sett í bekk með…
Þetta er mín upplifun á þessu og ég vil koma því á framfæri að þið sem eruð að fara að byrja í menntaskóla getið aldrei vitað hvernig það er að vera í skólanum í raun og veru eftir einhverjum bæklingum, heldur verðið þið sjálf að upplifa þetta og frekar skifta ef þið eruð óánægð. Þetta eru þau ár sem margt fólk talar um sem bestu ár ævi sinnar og því ættu þau ekki aðeins að ganga út á námið.
Ég hef aldrei skilið hversu mikla áherslu fólk leggur á námið, sjálf fæ ég frekar góðar einkannir en mér myndi ekki detta í hug að helga öllum tíma mínum í það eins og sumir sem ég þekki. Hver er tilgangurinn í rauninni? Gerir það fólk hamingjusamara að vera spreng lærður vísindamaður sem eyddi allri æsku sinni í nám og fullorðins árum sínum í erfiða og krefjandi vinnu? Maður ætti alltaf að finna sér vinnu við eitthvað sem viðkomandi líkar við því að annars kemur vinnan ekki upp á móti því sem maður getur fengið fyrir hana.
Ef að þig langar að vinna við einhverja vinnu sem þú þarft að vera vel lærð fyrir og þú ert viss um að þú fáir það sem þú vilt út úr henni þá finnst mér ekkert sjálfsagðara en að læra eins og brjálæðingur. Ég hef hins vegar aldrei skilið það þegar fólk gerir eitthvað með engum tilgangi út í bláin af því að einhver annar segjir manni að gera það, það fólk hefur ekki sjálfstæða hugsun en það er eitthvað sem er mjög nauðsynlegt bæði í námi og vinnu og bara í lífinu!
Ég vil samt taka það fram að það er ekki bara hægt að velja skóla út frá vinum ef manni líkar ekki námið því að meiri hlutinn af skólagöngunni er að sjálfsögðu eyddur inn í stofu og það er ekki gaman að hafa eytt heilu eða hálfu skóla ári í að hanga með vinunum og falla, það er bæði hægt að hafa gott félags líf og ganga vel í námi, fólk verður bara að reyna að reikna dæmið út til enda svo að það hafi sjálf sem ánægjulegasta ævi en lifi ekki eftir einhverri formúlu sem að er lögð fyrirfram.
A witty saying proves nothing.