Það er til vefur sem heitir idan.is og er hluti af miklu stærri vef sem heitir idnadur.is.
Á idan.is er að finna upplýsingar um það sem er framundan í félagslífi framhaldsskóla landsins.
Idan.is hefur þann kost, fram yfir marga aðra, að hann segir frá því sem á eftir að gerast en ekki því sem hefur þegar gerst. Það er mikill kostur. Það er líka mikill kostur að hægt er að leita að því sem um er að vera með mismunandi hætti og þá gefur forsíða vefsins líka gott yfirlit.
Það eru Undirtónar sem sjá um að halda efni vefsins við og verður ekki betur séð en að þeim takist það vel. Það er reyndar hægt að senda fréttir beint inn af síðunni.
Enn er ótalinn einn kostur við vefinn og hann er sá að þar er ekki að finna neinar auglýsingar.
Eins og ég sagði áðan er idan.is hluti af miklu stærri vef sem heitir idnadur.is. Þar er að finna glás af upplýsingum iðnað og fleira og er þar ýmislegt efni sem gott er að nota í ritgerðir. Mér finnst þó lang flottastur sá partur sem fjallar um nám og störf. Ég hef hvergi séð eins mikið af aðgengilegum upplýsingum um þetta efni á einum stað. Ef þú ert að spekúlera í framtíðinni er þetta staðurinn til þess að fara á.
Mér finnst alltof oft að efni á vefjum sem eru ætlaðir ungu fólki og unglingum sé innihaldslítið og merkingarlaust. Það er allt of sjaldan að lagður er metnaður í að hafa efni sem kemur að gagni og er áhugavert. Ég hvet alla til að skoða idan.is og idnadur.is og sannfærast um að þessir tveir vefir eiga sannarlega erindi við hugsandi fólk!