Það er ekki hægt að segja annað an að þetta hafi verið þrælspennandi keppni á lokamínutum. Borgarholtsskóli (BHS) og Menntaskólinn í Reykjavík (MR) voru hnífjafnir í lok venjulegra spurninga og úrslit réðust því í bráðabana. Eftir 5 spuringar stóð MR loks upp sem sigurvegari og handhafi Hljóðnemans.
Hver man hvaða skóli vann síðast á undan MR?
Reyndar fannst mér hlutirnir eitthvað í lausu lofti hvað varðar reglur um bráðabana og höfðu drengirnir í BHS það í gegn að 2 spurningar þyrfti til að vinna í restina. Þetta kom þeim um koll. Þeir svörðuð fyrstu spurningu bráðabanans. MR svaraði næstu og nokkrar spurningar fóur í gegn án þess að annað liði hefði svar (sem verður að teljast mjög ótrúlegt) það varð að lokum MR sem hafði sigur þetta kvöld eins og áður segir.
Það er hreint ótrúlegt hvað þessir 6 ungu menn sem þarna kepptu í kvöld eru fróðir. Það þarf enginn að segja mér að kennsla í framhaldsskólum landsins hafi tekið þessum stakkaskiptum síðan ég útskrifaðist að fólki sé kennt á þessu stigi núna. Það er vafalaust veruleg vinna sem liggur að baki þessum gríðarlega árangri beggja liða og er greinilegt að MR hefur tekið þessa keppni nokkuð föstum tökum hvað varðar allann undirbúning og þjálfun fyrir þessa keppni. Það var því nokkuð skemmtilegt að lesa það á síðum dagblaðana í gær (föstudag) að BHS hafi gert það sama hvað varðar sína keppendur. Það er greinilegt að þetta er keppni sem að skólar leggja mismikið á sig til að sigra í. Í kvöld má segja að reynsla hafi haft sitt að segja fyrir lið MR og þeir haft þetta í gegn á sannkallaðri meistaraheppni.
Ég vill óska Mringum til hamingju með titilinn og á sama tíma óska liði BHS til hamingju með þennan frábæra árangur. Þetta hefst á næsta ári hjá ykkur drengir
Xavie