Föstudaginn 30. mars verður sjónvarpað beinni útsendingu frá úrslitaviðureigninni í spurningakeppni framhaldsskólanna þar sem lið Menntaskólans í Reykjavík og Borgarholtsskóla mætast.
Það er venjan að MR komist í úrslit og vinni keppnina en ég verð að segja það að enginn hafi séð fyrir sér Borgarholtsskóla í úrslitunum og eiga þeir hrós skilið að ná í það minnsta þetta langt, ef þeir ekki sigra.
Dómari: Ármann Jakobsson.
Spyrjandi: Logi Bergmann Eiðsson.
Stjórn útsendingar: Andrés Indriðason