Mig langar að svara skite þann sem skrifaði hér fyrir ofan. Hann/hún sagði:
1. lagi er alltof mikið af smáatriðum kennt í grunnskóla og svo er eitthvað líkt þessum smáatriðum kennt í framhaldi.
Það er rétt, það mætti samræma meira á milli skólastiga, sumar greinar fá ekkert vægi á meðan aðrar fá allt of mikið vægi. Í stað þess að fara í verkfall gætuð þið skólakrakkar verið virkari í að koma með uppástungur um hvað ykkur langi að læra. Sem dæmi um það sem mér finnst ábótavant í námi í grunnskóla:
a) Vantar fræði daglegs lífs, svo sem: Hvernig virka skattar og til hvers eru þeir? Hvernig virkar stjórnkerfið? Hvernig á að fara vel með peninga og hvernig er hægt að ávaxta þá? Hvaða réttindi hefur fólk í sambúð? Hvernig virkar húsnæðiskerfið? Og svo framvegis…
b) Vantar félagsvísindi, svo sem sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. Nær ekkert er fjallað um þessar greinar í grunnskóla.
c) Of mikið um páfagaukalærdóm, fer inn um annað eyrað og út um hitt.
d) Vantar framkomu og ræðumennsku. Allir þurfa að koma fram einhvern tíma, alveg sama hvað þeir munu gera í framtíðinni.
e) Vantar skipulagðara nám í ritgerða- og greinaskrifum. Það er t.d. eitt af því sem verið er að kenna aftur og aftur út allt skólakerfið.
2. lagi er alltaf verið að lengja skólaárið og bætt einhverjum óþarfa dögum við þar sem er ekki verið að gera neitt nema halda manni inni.
Þeir eru ekki óþarfir ef þeir eru notaðir rétt, það er ef þeir eru notaðir til að KENNA. Ef þeir eru notaðir í vitleysu, er þetta náttúrulega bjánalegt.
3. lagi finnst mér tilgangslaust að það sé kennt manni nokkurnvegin það sama eftir 7 bekk og alveg út árið og alltaf farið aftur og aftur í efnið.
Sammála. Gerir fólk skólaleitt og kennir leti.
4. lagi er skóli ömurlegur og ég ætla mér ekki að fara í framhald… heldur bara rocka heiminn með gítarnum mínum. mun skemmtilegra heldur en að sitja og læra eitthvað tilgangslaust.
Það er allt í lagi að eiga sér drauma, eins og að “meika'ða”, en það gerist ekki alltaf. Það er alltaf gott að hafa eitthvert nám upp á að hlaupa, og það er betra að fara í nám á meðan maður er ungur og óbundinn af vinnu eða fjölskyldu. Í öðru lagi þá er skóli ekki bara til þess að geta fengið vinnu, heldur býr hann til ákveðinn sameiginlegan grunn með þjóðinni, sameiginlega reynslu. Ef fólk hefði ekki þessa sameiginlegu reynslu ætti það erfitt með að hafa samskipti hvert við annað.
5. lagi HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞESSAR SÖGUR það er endalaust verið að láta mann lesa eitthvað sem er hundleiðinlegt eins og sögur eftir haldór laxness og eru jafn leiðinlegar og Hulk… bla bla bla tal og tal og ekkert að gerast. og svo er ekki eins og það verði spurt mann hvaða sögur maður kunni á starfsumsókninni manns.
Margar starfsumsóknir krefjast þess að fólk segi hvað það geri í frístundum sínum, og það lítur afar vel út ef fólk segist lesa bókmenntir, ekki satt, frekar en “Ööööh, hanga með vinum mínum, djamma, éta og sofa” ;-) Svo eru sögurnar ekki bara ætlaðar til þess að skemmta ykkur, heldur líka til að kenna ykkur almennilegan ritstíl (ekki samt herma eftir stafsetningu Halldórs, hehe). Það er samt satt að öllu má ofgera, og kannski fá bókmenntir of stóran sess í skólanum.
6. lagi er ekki verið að reyna að gera skólann neitt skemmtilegann.
Kennarar vita bara oft ekkert hvað ykkur finnst skemmtilegt. Komið með hugmyndir sjálf! Svo er annað, ef maður er búinn að ákveða að eitthvað sé leiðinlegt, þá verður það leiðinlegt.
Nám getur verið frábært ef það er nógu erfitt til að það reyni á mann en nógu auðvelt til að maður ráði við það. Það getur verið alveg frábært og spennandi að læra nýja hluti. Oj, ég hljóma klisjukennd, haha. Er samt á þessari skoðun, skóli er frábær!!!
Calliope