Michael Moore
Í gærkveldi sigraði sú nútímahetja sem ég kýs að skrifa um á kvik-myndahátíðinni í Cannes.
Maðurinn er enginn annar en bandaríski kvikmynda-gerðarmaðurinn Michael Moore. Hlaut hann að verðlaunum Gullpálmann, eða Palm d'Or eins og gripurinn heitir víst á frummálinu fyrir heimildarmynd sína Farenheit 9/11.
Í mynd sinni vegur hann að hinum ólýðræðislegu stjórnarháttum sem eiga sér stað í ríkistjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann fjallar meðal annars um þau umdeildu rök Bandaríkjastjórnar sem hún segir réttlæta innrásina í Írak.
Ég held persónulega mikið upp á þennan mann því honum ferst gífurlega vel úr hendi að gagnrýna það sem honum finnst ábótavant í heimalandi sínu, á opinberan og málefnalegan hátt. Honum tekst líka alltaf að hafa kýmni með í spilunum.
Hann hefur áður gert tvær heimildarmyndir og sú seinni, Bowling for Colombine hefur hlotið gífurlega góða dóma. Fjallar myndin um byssueign Bandaríkjamanna og morðin í Colombine háskólanum.
Michael Moore er mín nútímahetja vegna hugrekki síns og snilligáfu og ég óska honum til hamingju með stórkostlegan sigur sinn.
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir