Hér á eftir fara nokkrar spurningar sem ég átti í vandræðum með að svara og/eða einhverjir vina minna svöruðu öðru við en ég. Ef einhverjir hafa eitthvað um aðrar spurningar prófsins að segja vil ég biðja þá um að skrifa spurningarnar, svarmöguleikana, þeirra svar og rökstuðning fyrir því.
<b>16. Í þekktum texta eftir Megas segir eitthvað á þessa leið: „Ég var með henni og hún var með mér, ég var með öllum og allir með mér.“
Undirstrikaða orðið í þessum texta</b>
<i>[A] er alltaf forsetning sem stýrir sama
fallinu.
er ekki alltaf sami orðflokkur.
[C] getur aðeins stýrt einu falli í
íslensku máli.
[D] er stundum forsetning en
stundum samtenging.</i>
Er verið að tala um hvað undirstrikaða orðið gerir í þessum texta? Þá er það möguleiki A. Ef verið er að tala um orðið almennt veit ég ekki hvað gera skal, en vinur minn merkti við D í þessari spurningu.
<b>26. „Þeir eru ekki að fatta að Sigfús er meiriháttar leikmaður.“
Þessi málsgrein stenst illa kröfur um gott mál. Merkið við bestu lagfæringuna.</b>
<i>[A] Þeir fatta ekki að Sigfús er meiriháttar leikmaður.
Þeir fatta ekki að Sigfús er súpergóður leikmaður.
[C] Þeir skilja ekki að Sigfús er meiriháttar leikmaður.
[D] Þeir skilja ekki að Sigfús er súpergóður leikmaður.</i>´
Ég svaraði C, því mér finnst “að skilja” hljóma betur en “að fatta”, og beðið er um bestu lagfæringuna. Svarmöguleiki A er hins vegar líkari upprunalegu setningunni, vafamál.
<b>48. Bræðurnir höfðu ekki hist lengi vegna</b>
<i>[K] afbrýðisemi.
[L] eineltis.
[M] ósættis.
[N] útskúfunar.</i>
Ég giskaði á M, en gæti það ekki hafa verið K eða N?
<b>51. Hvers vegna vildi Eysteinn sýna Kidda hvað honum hafði tekist?</b>
<i>[A] Hann áleit það tækifæri til sátta.
Hann hafði alltaf treyst Kidda.
[C] Hann hafði engan til að samgleðjast með.
[D] Hann vildi bæta Kidda eitthvað upp.</i>
Enn eitt vafamálið í þessari sögu að mínu mati. Er Eysteinn með samviskubit yfir því að hafa fengið húsið eða er hann bara einmana? Í þessu tilfelli gat ég ekki fundið skýr merki um neitt svar, en ég giskaði á C.
<b>69. Þegar Bergþóra ræður Atla í vinnu er óhætt að segja að hún</b>
<i>[P] fari á bak við hann.
[R] sé honum undirgefin.
[T] sé margræð í svörum.</i>
Ég svaraði T í einhverri fljótfærni, myndi segja S núna, en það væri samt sem áður ekkert nema ágiskun. Hvað þýðir að vera margræður? Hljómar eins og hún gefi margt í skyn, sem gæti svosem passað?
Einkunnir og svör eru gerð opinber 4. júní minnir mig. Endilega deilið ykkar svörum og segið hversvegna þið svöruðuð spurningunum á einn eða annan hátt. Gaman að bera saman!