Komið þið sæl…
Síðastliðnar vikur og mánuði hafa nokkrir framhaldsskólar á á landinu verið að setja upp söngleiki við mismikinn fögnuð. Ég hef alltaf haft gaman að þessari afþreyingu og skellti mér á þrjá söngleiki þetta árið, “Sólsting” hjá Versló, “Lifi rokkið” hjá FB og “Litlu Hryllingsbúðina” hjá FG.
Þessir söngleikir voru allir misgóðir. Þar sem Versló hefur í gegnum tíðina verið “drifkraftur framhaldsskólasöngleikja” bjóst ég við miklu frá þeim þetta árið. En þó svo að dansarar, einstaka leikarar og söngvarar stæðu sig með prýði þá var söguþráðurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir og æeg vona að næsti söngleikur hjá þeim eigi eftir að slá þessum við.
Lifi rokkið var ágætt líka. Flestir leikararnir voru skemmtilegir en mér til mikkillar mæðu sýndist mér flest öll lögin vera hreinlega mæmuð, og það vill maður helst ekki sjá í söngleik, þótt öll lögin voru náttúrulega góð (Queen). Söguþráðurinn var skemmtilegur en samt svolítið súr.
Litla Hryllingsbúðin er náttúrulega gamalt og frægt verk þannig að Fg-ingar þurftu ekki að hafa áhyggjur af söguþræðinum. Ég skemmti mér satt að segja best á þeirri sýningu og söngur plöntunnar var hreint út sagt geðveikur!
Ég held að það sé hætt að sýna allla þessa sögleiki en út frá þessum þremur sýniningum sá ég að aðrir framhaldsskólar eru ekkert síðri en Versló þegar kemur að söngleikjum. FG- sýningin var til dæmis mjög góð, en þeir mættu samt taka hina tvo skólanna sér til fyrirmyndar og prófa að vera með frumsamda sýningu næst.
En samt vil ég segja til hamingju með alla þessa söngleiki!