Heyhallíhúbba…
Ég er nokkuð kunnugur nokkrum einstaklingum sem eru að pæla í því hvaða framhaldsskóla þeir eiga að velja. Ég man að ég var alveg pottþéttur á því hvaða skóla ég ætlaði í, og gerði það, en nú er ég ekki viss hvernig ég hefði valið. Ef maður ætlar á raungreinabraut, þá er langbest að fara í MR, eru ekki allir sammála um það? En ef það er viðskiptafræðin? Ef maður færi í MR með viðskiptafræði að markmiði, væri þá ekki málið bara að fara á eðlisfræðibraut eða e-ð af þessum raungreinatengdu brautum? Þá væri maður vel í stakk búinn til þess að takast á við háskólanámsefnið, er það ekki? Er nokkuð betra að vera að fara í Verzló þó maður ætli í viðskiptafræði? Ég hef heyrt að hlutfallið af þeim sem ná viðskiptafræðinni sé ekkert hagstætt þeim sem koma úr Verzló, er þetta satt? Hver er þá aðalkosturinn við Verzló? Ég er ekki að dizza skólann, ég veit voðalega lítið um það sem þar fer fram, þetta er bara það sem ég hef heyrt…
Passar þetta?