Leikfélag Skólafélags Menntaskólans við Sund, Thalía, frumsýndi Karton af Camel, fimmtudaginn 8. mars á skemmtistaðnum Spotlight, Hverfisgötu 8-10.
Leikverkið Karton af Camel er gamanleikrit uppfullt af tónlist og dansi. Það gerist á gamlárskvöld árið 1984 og er miðpunktur fjörsins partý sem Monica heldur. Í verkinu eru margir litríkir og skemmtilegir karakterar sem eiga það allir sameiginlegt að vera leita sér að “date”, því eins og allir vita boðar það ógæfu á komandi ári að fara einn heim á gamlárskvöld. Leikritið samanstendur af mörgum litlum sögum sem tvinnast allar saman og enda svo á risapartýi í lokin.
Þetta sagði ánægður gestur úr MS:
Ég fór á leikritið á fimmtudaginn, frekar tilneyddur en spenntur því ég hata leikrit, mér finnst þau yfirleitt leiðinleg og þá sérstaklega nemendaleikrit. En þetta leikrit var algjör snilld. Ég skemmti mér konunglega og eiga stelpurnar í Thalíu hrós skilið fyrir frábært starf í vetur. Ég hef ekki mikið vit á leiklist en þetta leikrit fær besta dóm sem ég get gefið “Mér fannst það skemmtilegt”.
Karton af Camel er sýnt á Spotlight. Miðasala er hjá Thalíu og í MS. Miðaverð er 700 kr. fyrir SMS. Sýningar eru sem hér segir:
Fimmtudaginn 22. mars: 6. sýning
Þriðjudaginn 27. mars: 7. sýning
Miðvikudaginn 28. mars: 8. sýning
Fimmtudaginn 29. mars: 9. sýning