Þið huga-fólk virðist hafa mjög ákveðnar skoðanir hverjir séu bestu skólarnir hér á landi sbr. topp 12 listann á korkinum. Það væri áhugavert að vita hvort þetta væri bara snobb eða eitthvað allt annað. En er hægt að segja að einn skóli sé betri en annar? Hver getur s.s. lagt óhlutdrægt mat á það?
Mín persónulega skoðun er sú að þetta sé að mestum hluta snobb, allavega í öllum tilvikum sem ég þekki til. Fólk snobbar fyrir MR og Verzló. Kannski er þetta bara einhver vitleysa í mér eða hvað finnst ykkur?
Minn skóli FS komst að vísu ekki inn á þennan topp 12 lista en ég held að hann sé alveg jafn samkeppnisfær á við aðra skóla. Allavega háir það mér ekki að ganga í þennan skóla. Það er að mínu mati frekar slappt að kenna skólanum sínum um ef manni gengur illa í námi. Ég held að það myndi breyta litlu um frammistöðu mína í náminu ef ég gengi í MR sama hvort ég sinnti lærdómnum eða ekki.
Gangi ykkur nú öllum vel í skólanum! Sama hvaða skóla þið sækið!