Ég er að verða alveg vitlaus á sögubókinni sem ég er að læra. Hún heitir Íslands- og mannkynssaga frá upphafi til upplýsingar og er hreinn og beinn viðbjóður. Hún er ekki jafn slæm og íslandssögubækurnar í grunnskóla en þetta kemst þó nokkuð nálægr.
Í fyrsta lagi er allt of mikið af ártölum og flóknum nöfnum. Á einni blaðsíðu geta verið svona 10 ártöl og 5 flókin nöfn sem ógerningur er að muna.
Í öðru lagi er ekki nógu vel fjallað um hlutina í bókinni. Það er bara hoppað frá eiu í annað og engin tengs höfð á milli. það er náttúrulega mjög erfitt að fá einhverja mynd á hlutina þegar námsefnið er svona.
Svo í þriðja og síðasta lagi… Ég er á NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT sem þýðir að ég vil leggja fyrir mig raunvísindi, stærðfræði og eitthvað því um líkt. Ég valdi þessa braut því að ég er ekki góður í neinum tungumálum nema ensku og get ómögulega munað nöfn og tölur. Hvaða erindi á ég þá í sögu? sagan snýst nánast bara út á þessi tvö atriði og er þá í raun og veru bara páfagaukalærdómur sem hefur oft verið sýnt fram á að svoleiðis aðferðir skila ekki mikið eftir sig til lengri tíma litið.
Þetta skólakerfi okkar er ekki alveg nógu vel hugsað. Ég skyl vel að skylda okkur í sögu en það þarf samt ekki að vera svona… ég er alveg viss um að það sé hægt að gera skemmtilegri sögubækur. Það væri til dæmis þjóðráð að hafa svolítið minna af atburðum í bókinni og þá ítarlegra um hvert efni. Það væri jafnvel hægt að tengja saman hlutina. ég er alveg viss um að það myndi skilja meira eftir sig.
Vonandi vekur þetta þig til umhugsunnar þó að maður græði ekkert á að hugsa um þetta því að það er aldrei hlustað á okkur unga fólkið… Takk og bless