Já í fyrsta skipti á allri skólagöngu minni get ég verið stolltur afþví að segja að ég komi úr þeim merka skóla er ber það nafn Laugalækjarskóli en það hefur lítið gengið þar á síðustu ár en rétt áður en ég fer úr skóla þessum hefur hann sett nafn sitt á spjöld sögunnar í allmörgum keppnunum.
En máli mínu til rökstuðnings ætla ég hér með að fjalla um það sem við höfum verið að gera þetta árið og hvaða Keppnum vér höfum tekið þátt í og komist langt með og vona ég að þið njótið vel!
Byrjum á 7 bekknum en hann var færður til okkar þetta árið en hafði áður verið tengdur við Laugarnesskóla en nuna eru þeir komnir til okkar er það gott eða vonnt? Til gamans má geta að í gamladaga var Laugarnesskóli uppí 10 bekk :).
En höldum nú áfram með 7 bekkinn en þeir unnu víst fótbollta mót sem haldið var fyrir 7 bekkinga og yngri og var þar mjög góð þáttaka! og viljum við óska þeim til hamingju.
En að auki unnu þeir einnig skákmót 7 bekkjar og yngri og var það víst algert rúst! En þessir 4 ungu drengir unnu nánast alla sína leiki og brilleruðu og munum við vonandi sjá þá koma sterkar á svið í skák bransanum!
En núna snúm við okkur að eldri árgangi þessa skóla en við fengum allnokkur verðlaun fyrir góða frammistöðu og er þar efst á lista Skrekkur 2003 sem við unnum og var ég þáttakandi í atriðinu sem við sendum frá okkur og var það skemmtileg upplifun! En þar á eftir urðum við í 2. Sæti í Nema Hvað spurningakeppni grunnskóla og erum við stollt að segja frá því þar tókumst við á við Breiðholltskóla og var það skemmtileg viðureign. Og urðum í 4 sæti í fótbolltamóti 10 bekkjar og yngri :P sem er þar að auki okkar slakasti árangur í viðureignum sem skólinn hefur tekið þátt í þetta árið.
En svo ber að nefna skólahljómsveitina Mammút sem hefur farið sigurhamförum ef svo má til orða koma, byrjuðu rólega með því að taka 2 sætið í Söngvakeppni Samfés og fóru svo beinnt og rústuðu Músík tilraunum! Og ekki nóg með að vera besta hljómsveitinn þá var hún líka valinn athygglisverðasta hljómsveitin og besta söngkonan líka þar í fararbroti.
Einnig lenntum við í 2 sæti í FreEstYle KepPni Samfés þar sem 5 ungar dömur brilleruðu með frumsömdum dansi og er það frábær árangur.
kisan mín vill heilsa Btw.
Og þó svo það teljist ekki til sigra en eru þar að 3 nemendur í Laugarlækarskóla í auglesýngum fyrir banka í landi vorra en þar leika þau Davíð Oddson, Ólaf Ragnar Grímsson og Björk Guðmundsdóttir.
Einnig eigum við helling af efnilegum nemendum sem hafa komist mjög langt.
Og þar ber að nefna Jón davíð sem er í 16 manna landsliðsúrtakinu undir 17 ára.
Svo er það Hrafnhildur (sem var valinn bjartasta vonin)okkar sem lennti í 2 sæti í íslandsmeistaramótinu í píanóleik og hefur hún einnig lagt fyrir sig þá braut í Jazzballet þar sem hún fer að keppa fyrir íslands hönd ásamt nokkrum öðrum stúlkum en hún er yngst í þeim hópi.
Þar að auki höfum við íslansmeistarann í skák 16 ára og yngri hann Arnar okkar Sigurðsson.
Svo hann Kristinn nokkur sem var einnig að komast langt í fótbolltanum en hann fór í Landsliðsúrtakið í undir 16 ára og hefur hann einnig verið áberandi á heimilum fólks í Tal auglýsingu sem hann lék í.
Svo er það Dagrún ein í skóla okkar sem er íslandsmeistari í hástökki undir 18 ára.
Svo hann Brynjar okkar sem er efnilegasti Körfuknatleiksmaður í sínum aldurshóp og er hann í landsliðinu í körfu og hefur í hyggju að leita með hæfileikana sína framm á við í útlöndum og vonum við að það takist hjá honum! (brilli er einning herra skóllans)
Friðjón nokkur sem gengur í skóla vorra er einnig á heimsmethafi í Crimsonland leik nokkrum sem hefur aflað sér mikilla vinsælda hérlendis!
En til að gera langa sögu stutta ætlum vér að koma með smá lista yfir helstu afrek skólans!
Skrekkur: 1.sæti
Músíktilraunir: 1 sætir
Söngak. Samfés: 2.sæti
Nema Hvað: 2.sæti
Freest. Samfés: 2.sæti
Rímnaflæði: tókum ekki þátt :)
En í komandi framtíð má búast við stórum nöfnum frá þessum árgöngum Laugalækjarskóla þar sem vér höfum að hýsa mikið magn af snillingum samtímanns! Og get ég loks sagt að nuna er ég fyrst stolltur að hafa gengið í þann merka skóla!