Núna rétt í þessu var keppninnni að ljúka og var þetta stórskemmtileg keppni, fyrstu til að fara í pontu (fyrir utan liðsstjóra) var Orri úr MH, og stóð hann sig með prýði, því næst kom Davíð Gill úr Verzló og var hann með skemmtilega og fyndna ræðu og kom hann með góða leiktilburði.

Næstu tveir voru Dóri úr MH og Jónas úr Verzló og stóðu þeir sig með prýði.
Næstir voru þeir Atli Bollason sem var valinn ræðumaður kvöldsins í 16 liða, 8 liða og 4 liða úrslitunum fyrir lið MH og stóð hann sig mjög vel að venju og Björn Bragi frá Verzló.

Nú var tekið hlé og svo eftir hlé byrjaði það sama, allir töluðu i sömu röð.

Davíð Gill átti enga ofurræðu en stóð fyrir sínu, Orri stóð líka fyrir sínu, komu hvorugir með eitthvað rosalegt en næstir í pontu voru þeir Dóri (MH) og Jónar (Verzló) og kom Dóri með MJÖG góða ræðu og fór kliður um Verzlinga, en Jónas kom núna með fína ræðu, mætti með 3 dýr með sér til að sanna það að maðurinn væri ekki heimskur, helduru væru dýrin heimsk vegna þess að þau settust ekki í stólinn en stelpa úr verzló settist.

Næstir voru það Atli Bollason og Bjórn Bragi, báðir með dúndurræðu og svo var komið að því að tilkynna úrslitin.

Stig samtals: 3087 (minnir mig)
Stig sigurliðs: 1544
Stig tapliðs: 1543

Sem sagt 1 stigs munur !

Ræðumaður kvöldsins var valinn Bjórn Bragi úr Verzló ! en einn dómarinn valdi hann ræðumann kvöldsins en hinir tveir einhvern annan.

Sigurlið Morfís 2004….. Verzlunarskóli Íslands !!!!!!!

Þetta var mjög skemmtileg keppni og fín skemmtun.