Komiði sæl,
Ég ákvað að segja frá atburði sem átti sér stað núna í kvöld
til að fá álit hjá ykkur um þetta.
Þannig er nú það að í kvöld var árshátíð grunnskóla hérna í
Reykjanesbæ. Þetta var fyrir 10. bekkinga sem eru að útskrifast
núna í vor og var matur með kennurum og síðan ball í Stapa um kvöldið.
Jæja ekki nóg með það. Ég þekki strák sem var að fara á þessa
árshátíð. Hann ásamt nokkrum félögum sínum ákváðu að fara ekki
í matinn heldur að borða bara allir sér saman. Málið er að þessi
strákur sem ég þekki hefur ekki fengið mikla virðingu frá kennurum
í Njarðvíkurskóla í gegnum tíðina og gæti ég nefnt mörg dæmi um
andlegt ofbeldi frá kennurum gegn honum.
Auðvitað er hann eins og unglingar eru, hann er alls enginn engill. svo eru auðvitað sumir kennarar þarna sem eru bara alls
ekkert slæmir, ég er semsagt ekki að skíta alla starfsmenn skólans
út en sumir eiga það skilið, svo sannarlega.
Allavega þá eru þeir komnir saman og fá sér Pilsner (léttöl) með matnum,
vilja náttulega hafa þetta svolítið “grand”. Auðvitað er þetta
vímulaus skemmtun og ég kíkti meira að segja á þá þar sem þeir
voru bara hérna í næstu götu til að tjekka á stemningunni og
ég sá að þarna var enginn að neyta minnsta áfengis, fyrir utan náttúrulega þennan ræfils Pilsner sem er, eins og allir vita,
algjörlega löglegur fyrir alla að sötra á.
Svo er komið að því að skella sér í Stapan. Þeir eru allir komnir inn en þá er allt í einu kippt í félaga minn og spurt hvort að
hann hafi verið að drekka. Hann sagðist hafa fengið sér Pilsner
með matnum en ekkert meira en það, sagði semsagt sannleikann.
Þau voru ekki alveg að sætta sig við þetta, sérstaklega ekki ein
kerling sem ég man eftir frá því að ég var í skólanum og er hún
nú alls kostar ekki sú skemmtilegasta.
Eftir ca 15 mínútna röfl segja þau við hann að þau hafi tekið
ákvörðun um að hleypa honum ekki inn. Hann var auðvitað ekki ánægður en fór bara í burtu og kom svo ekkert meira uppí Stapa
þetta kvöldið.
Það tíðkast hjá sumum að á þessari síðustu grunnskólaárshátíð
þá er leigður limmó. Þessi strákur, ásamt félögum sínum gerðu það
og limmóinn sótti félaga hans uppí Stapa en fór svo heim til hans
til að sækja hann, því að auðvitað var hann ekki uppí stapa.
Nú kemur það sem ég á bara ekki orð yfir.
Ballið er búið kl:23:30
og eftir það eru krakkarnir ekki lengur á vegum skólanna (á þessari árshátíð voru allir grunnskólar úr Keflavík ásamt Njarðvíkurskóla).
Þegar félagi minn og þau voru búin að rúnta um á limmónum í ca 45
mín. og klukkan orðin 00:15 er limmóin stoppaður af lögreglunni.
Lögreglumennirnir fara strax að félaga mínum og spyrja hann hvort
að hann hafi eithvað verið að drekka, hann segir auðvitað “Pilsner”.Þá segir lögreglan að hún hafi fengið símtal og
sagt hafi verið að það væri unglingur undir áhrifum áfengis
á einhverri limmósínunni, þá voru þau að tala um þennan félaga minn.
Hann var sá eini sem spurður var af lögreglunni af öllum
krökkunum.
Hann blés aldrei í neina blöðru því að foreldrar hans komu og sóttu hann um leið og þau fréttu þetta sem var ca 5 mínútum seinna
og lögreglan bað þau aldrei um að segja honum að blása. Svo fóru
þau heim.
Ég er bara svo hneykslaður á þessu að hálfa væri nóg. Það er eins
og þau séu að reyna að gera allt til að eyðileggja kvöldið fyrir
honum. Mín ágiskun er sú að þau hentu honum út, átta sig svo á því
aðeins of seint reyndar að þau hafa ekki eina einustu sönnun og
ákveða því að hringja í lögregluna til að láta hann blása og fá
þannig, svart á hvítu sönnun fyrir því að hann hafi veri
drukkinn. Þessa sönnun fengu þau samt aldrei.
Klukkan er í kringum 00:10 þegar þau hringja í lögregluna og ég spyr nú bara
hvað í andsk****** kemur þeim það við þó að einhver unglingur
séi fullur niðrí bæ? hann var ekki á vegum þeirra, engann part
kvöldsins þar sem hann fékk ekki að koma inn en samt hringja þau.
Þetta segir mér bara það að þau hafi áttað sig á því að hafa gert
mistök og ætlað að reyna að bjarga eigin skynni.
Hreint út sagt ótrúlega barnalegt af fullorðnu fólki.
Foreldrar stráksins ætla ekki að fara uppí skóla til að ræða
þessi mál enda þekkja þau fólk sem hefur lent í því að kennarar
séu að taka börnin þeirra fyrir og leggja þau í einelti hreint út
sagt. Þetta fólk hefur farið uppí skóla til að spyrja bara hvað
væri í gangi og aldrei lagast neitt, eina svarið er bara “Er ekki
bara best að fá barnið hingað ásamt kennaranum og láta þau bæði
byðjast fyrirgefningar og svo skulum við bara gleyma þessu” !!
Foreldrar stráksins ætla í menntamálaráðuneyti og spyrja hvernig
þau taka á svona málum. Ég persónulega mun aldrei senda barnið
mitt í þennan skóla né ráðleggja nokkrum manni að gera það. Þetta
er til skammar og ætti löngu búið að vera tekið á svona löguðu
í skólum landsins.
Ég þakka fyrir mig að sinni og endilega commentið eins og þið viljið.
NoManace