Núna eru örugglega margir krakkar að hugsa um í hvaða skóla þeir eiga að fara í. Ég er í Menntaskólanum að Laugarvatni (ML)og það er frábært.
Menntaskólinn að Laugarvatni er heimavistaskóli þar sem eru um 130 nemendur of flestir búa á vistunum sem eru þrjár: Kös, Nös og Fjarvist. Kösin er fyrir 1. bekk, Nös er fyrir 2. og 3. bekk og Fjarvist er í skólahúsinu og býr 4.bekkur þar.
Nemendafélag ML kallast Mímir og er það öflugt félag. Á hverju ári eru nokkur böll haldin s.s. busaball, náttfataball, opiðball(þá er ballið haldið á einhverjum öðrum stað á suðurlandi og er það þá opið ball) stjórnaskiptaball þar sem ný stjórn er tekin við og svo er árshátíðin sem er lang flottust. Fyrir böllin eru haldin stigapartý á Nös og Kös þar sem spilað er á gítar og sungið.
Einnig eru haldin videokvöld þar sem góðar myndir eru sýndar á breiðtjaldi. Einnig er Blítt & Létt sem er undankepnin fyrir söngvakeppni framhaldsskólana og er hún haldin í íþróttahúsinu.
Svo er nemendafélagið með fleiri skemmtilega uppákomur.
Í ML er húsbóndi og húsfreyja sem búa rétt hjá sem hafa stjórn á öllu saman og passa að allt sé í lagi. Það er hægt að ná í þau hvenar sem er.
Herbergin eru eins og tveggjamanna. Sum herbergin eru með klósetti en önnur eru einungis með vask en frammi á gangi er sameiginlegt klósett og sturtur.
Í herbergjunum eru rúm, skrifborð, skápar, hillur og stólar. Sem sagt allt þetta nauðsynlega.
Á laugarvatni er verslunin H-sel og sjoppan Tjaldó. Einnig er íþróttahús, sundlaug og gufa.
í ML eru þrjar námsbrautir þ.e. málabraut, náttúrufræðibraut og íþróttabraut en ég hef heyrt að það eigi að koma líka félagsfræðibraut. Í ML er bekkjarkerfi og eru allaf það sama fólk í tímum.
Það koma krakkar frá mörgum stöðum á landinu t.d. vestfjörðum, suðurlandi, Reykjavík, suðurnesjum og austurlandi. En eru sammt flestir frá suðurlandi.
Allir sem búa á vistunum eru líka í mötuneytinu sem er staðsett í skólanum. Það er morgunmatur, hádegismatur og kjöldmatur en það er líka kaffi um miðjan daginn.
Vonandi hugsið þið um ML þegar þið eruð að ákveða skóla því það er alltaf stuð þar.