. Þá er komið að ballinu sem sló svo rækilega í gegn í fyrra hjá FB-ingum og MH-ingum, þetta er hið sameiginlega ball skólanna sem gerir stólpagrín að Verzlingum og þeirra glamúrlífstíl.
Á seinasta ári var nokkuð um uppákomur í skólunum tveimur og settu MH-ingar t.d. “marmara” á gólfin í skólanum sínum til þess að fá rétta fílinginn fyrir ballið.
Stuðmenn munu halda uppi stuðinu allt kvöldið á stóra dansgólfinu eftir að hin frábæra hljómsveit Útrás klárar að hita upp, en í hléinu spilar hljómsveitin Ölvun ógildir miðann.
Dj-arnir sem sjá um að halda dansgólfinu uppi rauðglóandi heitu eru Steinar & Daði og Árni Vektor.
Þetta allt fyrir nemendafélagsmenn á aðeins 1500 kr.!!! og 2000 fyrir alla hina, sem þykir ekki mikið fyrir svona stórt ball.
Allt byrjar þetta á mánudaginn næstkomandi þegar flippið byrjar í báðum skólum, en þangað til… liggið í ljósum og gerið eitthvað fáránlegt við hárið á ykkur!