Jú, þannig vill svo til að ég er nördi. Skemmtilegt, sérstaklega því að ef maður er nördi í 1-10 bekk þá er maður ekki beint vinsæll og maður er alltaf tíu blaðsíðum á undan í öllu og hundleiðis í tímum, eða þannig er það í það minnsta mjög oft. Af hverju er ekki gert neitt almennilegt fyrir okkur, þessi bráðgáfuðu? Jú, það eru einhver námskeið á vegum Háskóla Íslands held ég sem aðeins svona þrír úr hverjum bekk komast á og það eru yfirleitt þeir sem kennurunum líkar best við, þ.e.a.s. kennarasleikjurnar og er bara í boði fyrir 5-7 bekk.
Ég er góð í stærðfræði, sem dæmi. Hvað er ég að gera í stærðfræði; ég er að leysa jöfnur á borð við x+3=5 x=2. Þetta er eitthvað sem ég hef verið að gera síðan ég var í 6. bekk og tók þá allar stjörnubækurnar í stærðfræði í einu, fyrir utan plútó, ég mátti ekki taka hana því að hún þótti of þung en síðan þegar ein vika var eftir af skólanum þá fékk ég hana því að ég var ekki að gera NEITT. Af hverju má ég ekki fara á mínum eigin hraða yfir stærðfræðina? Jú, ég má ekki fara áfram því að ég verð að fylgja bekknum. Af hverju? Jú út af því að sumir eru ekki alveg jafn góðir í stærðfræði sem er auðvitað skiljanlegt því að engir tveir eru eins. En ég vil spyrja: Af hverju eru ekki svona greinar eins og stærðfræði og jafnvel enska, af hverju er bekkjum ekki skipt upp svo að allir fá námsefni sér til hæfis? Og af hvejru er alltaflagt mestan pening í að hjálpa þeim sem eiga erfitt t.d. með stærðfræðina en ekki einu sinni leyfilegt fyrir þá sem eru betri í stærðfræði að fara áfram? Mér finnst þetta asnalegt þar sem ég (og ég tel mig tala fyrir fleiri en bara mig) hef EKKERT lært í stærðfræði síðan í 6. bekk! Ég er loksins núna að fá dæmi sem eru eithvað erfið og það er útaf því að ég ætla að fara í einhverja stærðfræði keppni og er að reyna að leysa próf.
Hvað finnst ykkur?
Fantasia