Síðast liðin laugardag var Árshátíð NFFA haldin og var hún stórglæsileg að allra mati. Þemað var Viktoríu tímabilið og voru skreytingar í þeim stíl. Þegar fólk kom í hús var boðið upp á fordrykk (óáfengan að sjálfsögðu) og einnig fengu herranir rakspíra og dömurnar ilmvatn að gjöf. Stórfenglegt veisluhlaðborð beið árshátíðargestum, og fór enginn svangur heim eftir það. Árshátíðn hófst á því að árshátíðarnefndin tók lag Destiny’s Child úr myndinni Charlie’s Angels með íslenskum texta. Því næst steig á svið veislustjórinn Jakob Frímann Magnússon og reytti hann af sér brandarana inn á milli atriða. Meðal atriða voru Kvinttettinn “Pabbi þinn” sem tók tvö lög, og þegar líða tók á kvöldið leystist hann uppí dúett og tók hann þá eitt lag til viðbótar. GEY kóngur og GEY Drotting voru kosin (GEY = Góðgerðarfélagið Eynir) og voru það þau Heiðar Mar Björnsson og Hafdís Bergsdóttir sem unnu þá kosningu. Hápunktur kvöldsins var þegar leynigesturinn steig fram og var það enginn annar en stórpopparinn Herbert Guðmundsson og söng hann fjögur lög. Síðust á svið var hljómsveitin The Teachers eða Kennslumennirnir (skipuð af nokkrum kennurum skólans) og lauk þar með árshátíðinni. Svo voru það Stuðmenn sem spiluðu seinna um kvöldið fyrir dansi með glæsibrag.
Árshátíðarnefndina skipuðu, Guðmundína Arndís Haraldóttir (Gummó djammari), Sigríður Guðmundsdóttir (Sigga Gúmm) og Eva Björk Axelsdóttir (Eva…) og stóðu þær sig með prýði og eiga heiður skilin fyrir stórglæsilega árshátíð, húrra fyrir þeim!