Nú er einni keppni af fjórum lokið í 8 liða úrslitum Morfís. Þá unnu MR-ingar naumlega Borgarholtsskóla en eftir eru keppnir milli MA og FB, FG-MH og FVA-Verzló en sú síðastnefnda verður haldin næsta fimmtudag (29.janúar) á Akranesi en þar verður umræðuefnið “Allt er gott sem endar vel” og mælir Verzló á móti en FVA með.
Hvernig haldiði að keppnirnar sem eru eftir fari og hverjir haldiði að vinni Morfís í ár?
Einnig vil ég benda fólki á http://www.morfis.tk, sem er tiltölulega ný óopinber heimasíða en þar er að finna upplýsingar um lið og keppnir, fréttir, spjall og pistla um keppnir. Áhugamenn morfís ættu að setja síðuna á favorites og fylgjast með.