Vil benda á það að þetta eru aðeins mínar pælingar og vildi bara benda á þetta mál.
Þannig er mál með vexti að í skólanum mínum eru nokkrir kennarar sem mér finnst ekki hafa taugar í að kenna og láta allt gjörsamlega bitna á krökkunum. Það er til dæmis einn kennari sem stóð í skilnaði (þetta var samt fyrir löngu) og lét alla reiði sína bitna á krökkunum í bekknum þótt þau hafi ekkert gert nema kannski verið að hvíslast eða eitthvað lítils háttar þá klikkaðist hún og varð bara brjáluð!!Og í eitt skiptið í mínum bekk þá, þá greip einhver strákur fram í fyrir henni og hún (hún var ekki í sínu besta skapi greinilega!!) sparkaði í borðið hjá honum og það auðvitað skaust uppí loftið og ég veit ekki hvað….!
En samt sem áður kennir hún VEL fyrir utan þegar hún tekur þessi köst!!
Svo er annað dæmi yfir einn kennara (ég var ekki í þessum bekk þegar þetta gerðist mér var bara sagt þetta), það voru að byrja samræmd próf hjá 10.bekk og krakkarnir voru ekki eitthvað samvinnuþýðir eða eitthvað álíka þegar hún var að fara yfir eitthvað og hún öskraði á krakkana, fór að grenja og gekk út og mætti ekki í skólann í heila viku!! Og ég tek það fram að það voru SAMRÆMD PRÓF Í NÁND!!!
En þetta eru bara örfá dæmi um svona ég veit um mörg fleiri dæmi en ég væri í allan dag að segja frá þeim svo ég læt þetta nægja.
En þá er spurningin: Eru allir kennarar hæfir til þess að kenna? Ég meina þá tilfinningalega og annað en ekki hvað þeir eru klárir og annað….
Takk fyrir mig, þó þetta sé nú ekki nein spes grein vildi bara svona fá ykkar skoðun.
I once was lost but now I'm found