Á föstudaginn 9. mars verður Opinn dagur í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Dagskráin er þannig að nemendur eiga að mæta í sína umsjónarstofur klukkan 8:00 þar sem merkt er við. Eftir það fara allir á sal og gæða sér á morgunmat í boði NFFA og hlýða á umferðarfyrirlestur frá VÍS. Eftir fyrirlestruinn kl. 9:30 er svo fyrsti atburður sem nemendur velja sér sjálfir. Kl. 11:00 er atburður númer 2. Meðal þess sem í boði er er: Færeyjakynning, rússnesku námskeið, dansnámskeið frá Komið og dansið, Gunnar í Krossinum predikar yfir nemendum, AFS skiptinemar segja frá sínum ferðum, Nudd námskeið, förðunarnámskeið, NATO herinn burt fyrirlestur o.fl. o.fl…
Þetta er skemmtileg tilbreyting frá venjulegum skóladegi, og tilvalið að slappa svolítið af fyrir Árhátíðina sem verður á laugardeginum 10. mars.