Halló krakkar
Ég ætla einmitt að tala um skólann eins og þið bjuggust kannski við. Ég er á móti skólanum eins og hann er , samt ekki þannig að mig langi ekki að læra mér finsnt hann bara ílla skipulagður eithvað. Ég er í grunnskóla í þeim síðasta bekk.
Ég vakna yfirleitt um svona hálfátta , viti mínu fjær. Geng um hús og borða með augun pírð stútfull af stírum. Ég er með það hæggangandi heilastafsemi að ég klúðra hlutum eins og að ná í korfleksskál. Og rugla öllum hlutum saman set á vitlausa staði og skil ekki neitt í neinu. Gegn í skólann örmagna og kallt. Sest við borð. Og yfirleit er eithvað lítið að ske þarf ekkert að gera neitt sérstakt. Eithvað svona hangs í gegn. Ef það sé stærðfræði þá reyni ég að halda hausnum uppi frá borðplötunni sem mest og ef það tekst vel þá fer ég janfvel að læra , sem ég geri oftast en mjög hægt út af þreytunni og eftir hangsið í skólanum og aðgerðarleysi og áhugaleisi. Að vera kenna manni kokhljóð og önghljóð og nefhljóð og allimalli allt saman í íslenzku. Samt kann ég valla að skrifa hana rétt. Eins og glöggir menn sjá.
Danskann er hræðileg , hef ekkert á móti neit rosalega að læra hana. Stundum í frammhaldskóla eru bara til bækur á dönsku eða margir fara í skóla í Dannmörku. En í skólanum er aðallega lagt upp úr hlustunaræfingum. Það er ekki hægt að læra að tala hana í gegnum hlustun. Eða læra að tala up úr bók. Hún er samt aðalega höfð til þess að skilja hana betur í tali , en þetta er upplestrar danska sem er töluð hæg þannig ég skildi ekki neitt í henni út í Dannörku. En ef ég væri að fara í skóla þar kæmi hún fljótt þannig að mér finnst að það eigi bara að vera bóklegt í dönsku . Verkefnini sem við gerum stundum eru allveg hræðilega leiðinleg , ef danskann væri aðins prentaðari á hvítari pappír yrði hún talsvert skemmtilegri. Hafa vel skipulagt kerfi . læra fimm ní orð í hverjum tíma eða eithvað svoliðis.
Mér finnst að öll þessi fög eins og smíði , mámsmíði saumar og þessi frjálsvalsfög ættu ekki að vera , þau taka gríðalegan tíma.
Mér finnst að í öllum fögum ætti að fara mest út í aðalatriðinn , fara vel út í þau, eins og stærðfræði er farið svo hratt í gegnum þetta níar aðferðir endalaust , ekki svo hræðilegt en allavega veit ég ekki hvernig ég gæti notað þær í frammtíðinni ef ég gæti vitað það myndi það auka áhugann.
Mér finnst að skólinn ætti ekki að byrja fyrr en 9:5o. Orðið aðins bjartara , hann ætti að vera styttri , t.d alltaf til 2. Tímarni ættu að vera hundskipulagðir og mikið gert í þeim , það er alltof mikið hangseri í skólanum ekki skrítið , hann er alltof langur þessi skóladagur , maður heldur ekki einbeitingu á eithverju sem maður hefur engan ofuráhuga á í marga tíma. Mætti hafa hann jafnvel styttri en til tvö.
Svo finnst mér líka að skólarnir ættu að vera minnni , minni hús og flottari ekki svona hrá. Hafa þá heimilislega. Og minni bekki. Það er talsvert dýrara , en mér finnst bara hræðilegt að ganga þarna um í örtröðinni í Ölduselsskóla. Ef maður sest á bekk til að éta hefur maður hálfan meter á rass. Maður þarf að finna andfílunna af næsti manni meðann maður japlar brauðið sitt. Á göngunum þarf maður að dansast í gegn og troða sér. Svona lagarð drepur niður áhuga og svona fjölmenni gerir mann þreyttann.
Ég er að spila á piano og tónlist er mitt eina áhugamál eiginlega.. Í fríunu hef ég getað spilað endalaust alvleg stórgaman. Ég gæti líka spilað svona lengi þótt ég væri í skóla. En þegar maður kemur heim hálf þrjú þá er maður svona haldinn nokkurskonar einbeitingarskort eftir öll lætinn og það er ekki neisti eftir af list í manni til þess að spila eða gera eithvað. En það lagast með kveldinu en þá líður ekki langt þanngað til maður þarf að sofa .
T.d er heill skóladagur hjá mér sem ég þarf valla að taka up bók. Ég mæti 9:50 fer þá ensku sem er reyndar bóklegur tími en valla það bara eithvað hangs , eða þið skiljið eithvða rétt að plokka í bækur bara lítið að ske alltaf ég tek þátt í öllu sem fer framm , bara lesa eithvað og svona, fer í smíði í tvo og heimilisfræði í 4 tíma og er búin svona c.a 3 eða korter yfir til hálffjögur.Heill dagur í engann lærdóm. Hefði mátt bæta innstærðfræði og vel skipulögðum íslenskutíma og klárað klukkann tólf eða eitt . hefði lært mikið og passlegur lærdómur fyrir einn dag. Heimalærdóm finnst mér eigi að fella niður , ef það væri gert væri svo sem ekki mikið niður fellt. Ég þarf að læra heima svona í einu sinni í viku , en læri yfirleitt alltaf heima, klara í tímum og svona.
En krakkar mínir (fyirgefið þessar nöldurteigingar , er mikið fyrir slíkt) Það væri svo miklu betra að hafa skóladaganna styttri og lærdómsríkari , það myndi skila meiri tíma fyrir einkalíf og pianospil , og jafnvel myndum við læra talvert meira. Ég er ekki hin fullkomndi nemandi samt ekki tossi. Hef bara ekki mikinn áhuga á þessu , en þetta er mikilvægt svo ég píni mig áframm. Þetta er ílla gert af skólanum að fara svona með mig.Skólinn er að legnjast og lengjast , foredrar vilja það. Þeir nota skólann sem pössun. Sem er hræðilegt!. Það getur bara ekki ætlast til að það geti eignast börn og látið ríkið ala það upp fyrir þau , og víst það er svona mikið fólk vilji þetta þá á bara að byggja frammhaldsleikskóla fyir fólkið sem má ekki vera eitt heima. Allavega nenni ég ekki að hanga skólanum allt árið út af uppteknu vinnufólki með börn. 1o daga fyrir jólafríið spiluðum við í öllum tímum , ég var að verða geðveikur , ég hata spil!. Ég tók það á ráðum að smíglast upp á bókasafn og lesa. 1o daga var okkur haldið inni í skólanum aðgerðarlausum að spila, sem náttuelga gegnur ekki.
Í tíundaskipti segji ég að tilgangslausu , “hnitmiðað og gott , minni skólar og fínni , styttri skóladagar og mæting 9:5o , látum ekki skólan drepa í okkur listandann!”
(fyrirgefið stafsetningarvillur , leytið bara skilnings á þessu , skólinn hefur ekki tíma fyrir að kenna me´r að skrifa rétt því hann þarf að hangsa svo mikið og kenna mér allskinsdót sem ég skil ekkert í)
P.s einu tímarnir sem ekki er hangsað í er stærðfræði , en í henni er maður of þreyttur fyrir að vinna út af hangsinu í hinum tímunum.