Ég er nú í 8. bekk og þarf því að “læra” dönsku. Því miður læri ég ekki mikið í þessum tímum því að ég bjó í Danmörku í tvö ár. Þegar ég spái í það þá er það auðvitað mikið frelsi að geta talað svona tungumál og þegar ég fór til Finnlands með hópi gat ég bókstaflega talað við alla. En er ekki orðið úrelt að kenna dönsku sem annað tungumál, annað en móðurmál. Það hefur verið sagt að danskan sé að deyja út. Bráðum verður enskan yfir og danskan verður svona kvöldverðamál, tungumál sem verður talað yfir kvöldmatnum og allstaðar annarsstaðar verður töluð enska.

Þegar maður kann dönsku getur maður talað við normenn og svía og einstaka sænskumælandi finna en því miður er erfitt fyrir þá að skilja dönsku og fyrir dönskumælandi manneskju að skilja sænsku og norsku. Er ekki sniðugra að kenna sænsku í stað fyrir dönsku? Norska og sænska er skyldara en danska og norska auk þess að maður getur talað við Finna þarna.

Hvernig væri að sleppa að kenna norræn tungumál, hafa þau hugsanlega sem valfög í 10 bekk og ofar og fara að kenna spænsku eða frönsku, jafnvel þýsku og ítölsku (hugsanlega latínu. Ef maður kann annað hvort latínu, spænsku, ítölsku eða frönsku, þýsku í sumum tilvikum getur maður talað við næstum alla. S-Ameríka. Hvaða tungumál eru töluð þar? Spænska og protúgalska (og indjánamál). Bandaríkin. Flestir geta talað spænsku eða frönsku. Afríka. Nýlendurnar voru oft á tíðum hertekin af spænskum eða frönskum (hollenskum og enskum) herforingjum og því er þar oft töluð franska eða spænska og enska samhliða upprunalega málinu. Er ekki meira vit í nútíma þjóðfélagi að kenna það tungumál sem yfir helmingur jarðabúa hefur tök á og getur talað en að tala hrognamál sem enginn á eftir að kunna eftir nokkur hundruð ár. Það væri meira vit í því að kenna ensku og spænsku/frönsku/þýsku/latínu sem skyldutungumál en að kenna dönsku.


Takk fyrir
Fantasia