
Svo þegar líða fer á kvöldið er kominn tími til að skella sér á ball, og verða það þeir síungu STUÐMENN sem leika fyrir dansi langt fram á nótt, einnig mun dj nökkvi sjá um að þeyta skífum.
Í árshátíðarnefnd eru þær Guðmundína Arndís Haraldsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir og biðja þær alla vinsamlegast að mæta í sínu fínasta pússi því að þetta sé Galakvöld og ekkert sé til sparað.