Hugmynd Gríms.
Þetta er handa ykkur sem eruð í prófum. Þegar próf eru á hverjum degi út vikuna er auðvelt að svindla á kerfinu og græða heilan dag í prófaundirbúningi fyrir hvert próf.
F. þessu þurfa að vera ákveðnar forsendur:
1)Þið þurfið að hafa sérstaklega slæman sjálfsaga
2)Þið verðið að vera ligeglad
3)Þið verðið að skilja að það er ekki klukkan sem skiptir máli heldur ykkar skynjun á tímanum.

Áfram í aðgerðina sjálfa. Þú tekur próf galvaskur á mánudegi, enda búinn að lesa smá fyrir það á sunnudagskvöldi. Að prófinu loknu ferðu beint heim og beint upp í rúm. Þar kemur slæmi sjálfsaginn inní þetta. Að því loknu sofnaru værum svefni. En ÁÐUR en það getur átt sér stað verðuru að stilla vekjaraklukku á 19:00.

-Svefn-

Nú er vaknað og klukkan 19:30. Hér kemur inn þriðja lögmálið, að það gildir EKKI hvað klukkan er heldur hvernig þú skynjar sólarhringinn. Nú er þessi svefn þinn til 19:30 væntanlega jafngildur einni nótt í tíma. Þá skynjar þú stöðuna þannig:
-Prófið var í gær
-En samt er næsta próf ekki fyrr en á morgun
-Og í dag er ekkert próf

Þarna hefuru heilan dag (í skynjun) sem þú getur lagt í prófalestur og undirbúning! Eins auðvelt og að stela sælgæti frá smákrakka (og þarf sennilega svipaða samvisku til).
Þetta má endurtaka eins oft og þörf er á, ath. bara einusinni fyrir hvert próf… Annars gætuð þið lent í því að tapa heilum degi, sofa framað næsta prófi. Ég þakka fyrir mig og gangi ykkur vel!