Ljósmynda- og Stuttmyndasamkeppni Tals TAL efnir til Ljósmyndasamkeppni og Stuttmyndasamkeppni meðal framhaldsskólanema.

Þemað er “TAL” en það býður upp á margvíslega túlkunarmöguleika. Leitað er að spennandi og skemmtilegri túlkun og afstöðu til TALs og þeirrar þjónustu sem TAL veitir.

Ljósmyndirnar verða að berast til TALs á tölvutæku formi 300dpi. jpg.

Sendist til TALs á póstfangið: baldvina@talhf.is eða gisli@talhf.is

Einnig má skila myndunum á geisladiski merktum:

TAL
Ljósmyndasamkeppni
Síðumúla 28
108 Reykjavík

Verðlaun í Ljósmyndasamkeppninni eru:

1. Besta ljósmyndin - Nokia 6210 GSM sími
2. Athyglisverðasta hugmyndin - Nokia 3310 GSM sími

Í dómnefnd sitja:
Ari Magg, ljósmyndari
Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri markaðssviðs TALs
Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður á auglýsingastofunnar Fíton


A.T.H - Skilafrestur er 1. apríl 2001
_______________________________________________________________

Stuttmyndasamkeppni

Stuttmyndin á að vera í formi auglýsingar og hámarkslengd hennar er 30 sekúndur.

Hægt er að útfæra þemað á margvíslegan hátt og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða.

Allar stuttmyndir sendist til TALs á myndböndum, VHS formi, merkt:

TAL
Stuttmyndakeppni
Síðumúla 28
108 Reykjavík

TAL áskilur sér rétt til að birta þær myndir sem berast í keppnina.

Verðlaun í Stuttmyndasamkeppninni eru:
1. Besta stuttmyndin kr. 150.000
2. Athyglisverðasta hugmyndin kr. 100.000


Í dómnefnd sitja:
Reynir Lyngdal, kvikmyndagerðarmaður
Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri markaðssviðs TALs
Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður á auglýsingastofunnar Fíton


Munið - skilafrestur er til 1. apríl 2001