við erum búin að vera æfa atriðið okkar alveg á miljón á næstum hverjum degi í margar vikur.
Við komum niðrí borgarleikhús um 4 leitið og þá fóru allir keppendur úr skólunum á fund og þá var sagt frá öllu sem við þurftum að vita.
Svo vorum við leidd uppá 3. hæð með 2 öðrum skólum og við biðum þar í svona hálftíma og á meðan vorum við bara að syngja og stemmingin í hámarki.
Það fengu allir skólar að æfa 1 sinni a sviðinu. Við vorum nr. 3 að æfa og gekk bara mjög vel. svo eftir það fórum við niðrí kringlu og fengum okkur að borða. Allir í búningum með þvílíka málningu og allur pakkinn. Þvílík stemming.
Svo komum við aftur í hús kl. 7. Og þá var sungið útí eitt. þangað til fyrsta atriðið steig á svið. við gátum reyndar bara séð þetta í MJÖG lélegum gæðum á skjávarpa inní herberginu og maður sá nú ekki mikið.
Svo var komið að okkur að fara á svið og skrekkurinn komin nokkuð vel í ljós. En það gekk mjög vel hjá okkur og eg var ánægð með árangurinn.
Jæja svo fórum við aftur inní herbergið svo um klukkan hálf 10 var kallað á okkur og allri skólarnir áttu að fara á sviðið og það átti að tilkynna úrslit.
Svo komu kynnarnir og tilkynntu úrslitin og ég var orðin frekar spennt. Svo sagði hann: “fyrsti skólinn sem kemst í úrslit er….”
LANGHOLTSSKÓLI og mér brá þvílíkt mikið því ég var ekki að búast við þessu.
það brjáluðust allir í og við öskruðum þvílíkt mikið og eg hef aldrei öskrað svona mikið og verið svona ánægð !!
Svo komst árbæjarskóli líka áfram. ég get því miður ekki sagt neitt um atriðið þeirra því ég sá það ekki.
Þannig langholtsskóli keppir 25. Nóv. og ég er geðveikt spennt !!
En fyrir þá sem voru þarna og muna ekki hvernig atriðið okkar var þá var það eins konar spjallþáttur og stjórnandinn hét Gay Langó það byrjaði á indverksum dans svo söng og svo street dans (hip-Hop) og ég var í honum !
En allavega þetta var reynsla sem ég mun ALDREI gelyma =)
Endilega allir að horfa á skrekk 25. Nóvember á popptívi (reyndar er eg ekki viss hvort þetta verðir beint en þetta verður allavega sýnt einhverntíman á popptivi)
takk fyrir mig =)
kv: Miquita (Stella)
-Stella BjöRt!;*