Ég veit ekki hvernig þetta er á Íslandi en í bekknum mínum hérna í Danmörku höfum við svona ”klassens time”. Þegar ég segi það þá er ég að meina að maður lærir:

# Hvernig maður setur fund upp
# Hvernig maður skráir fund
# Hvernig maður hagar sér á fundi

Reyndar erum við ekki að læra þetta utanbókar heldur í praksís.

Alltaf í hverri viku(og þetta hefur verið gert í mínum bekk í a.m.k. þrjú ár) er bekkjarfundur - í mínu tilfelli í þriðja tíma á föstudögum. Þar eru ýmis málefni rædd og oft höfum við rifist(eða “rökrætt”) eins og verstu pólítíkusar í þessum tímum þó að vandamálin séu kannski örlítið minni.

Svona gengur þetta fyrir sig:
Það er tekið frá pláss á töflunni þar sem að maður getur skrifað málefnin upp - s.s. það sem að maður vill að tekið sé fyrir á næsta bekkjarfundi. Þar er hægt að skrifa upp klögumál, kvartanir, eða hugmyndir. Þegar maður skrifar það á töfluna getur maður bara skrifað t.d. ”Jólakort”, maður á ekki að skrifa hvað það er um.
Þessum málefnum getur verið beint að kennaranum, bekknum í heild eða einstaka nemendum. Allt verður þetta að tengjast bekknum eða krökkunum í bekknum á einhvern hátt, en það á samt ekki að skrifa upp t.d. að Kalli geri ekki heimaverkefnin sín í stærðfræði eða álíka mikilvæg mál sem bara eyða tímanum.
Í byrjun tímans er valinn fundarstjóri sem á að stjórna fundinum og sjá um að allt gangi vel fyrir sig. Síðan er hvert málefni tekið upp, rætt og komist að einhverri málamiðlun/niðurstöðu. Á meðan skrifar einn nemandi í bekknum niður aðalatriðin svo hægt sé að skoða seinna.

Haldiði að þetta gæti virkað heima á Íslandi(veit auðvitað ekki hvernig þetta er núna..)? Mér finnst þetta alveg rosalega sniðugt, vegna þess að á þennan hátt getum við(krakkarnir) haft áhrif á skólalífið og lærum líka eitthvað í leiðinni.

Kv. Tobba3