Það hefur verið mikið um krakka sem stela skóm í mínum skóla og mér finnst það bara fáránleg hugmynd !
Til hvers stelur fólk skóm??
Hvað græðir það á því??
Fólk getur náttúrulega ekki verið í þeim í skólanum og kannski ekki heima (skylt þá eftir við dyrnar) ef maður vill ekki að foreldrar manns komist að því!
Maður getur örruglega ekki verið í þeim í kringum vini svo hvað er hægt að græða á því?
Ég þekkji eina stelpu og stolið vara skónum hennar , næsta dag kom ein stúlka í skólann Í SKÓNUM HENNAR og hún var búin að merkja sér skóna og bara ætlaði að eigna sér þá!
Síðan önnur stelpa en þá var tekið skóna af henni og þeir fundust ekki aftur!
Skólinn minn borgar 75% af nýjum skóm .
Skólinn okkar er frekar fátækur og mér finnst að allir krakkar ættu að hafa svona skáp en nnneeeiii !
Skólinn á ekki fyrir því !
Til þess að það verði ekki stolið skónum manns þarf gangavörðurinn að geyma fyrir mann skóna ef maður vill!
Ég ætla ekki að eyða 5000 í nýja og flotta skó ef ég fæ að eiga þá í viku í mesta lagi !
Er þetta vandamál kannski líka í ykkar skólum ??
Ef svo er hvað er gert þar ??