Ég er 14 ára.
Ég átti heima í Þýskalandi í 8 ár (6 - 13ára) og byrjaði þar strax í 1. bekk…
Skólar:
Í Þýskalandi er grunnskólinn bara frá 1. bekk upp í 4. bekk. Eftir það fer maður í framhaldsskóla. Þá er um þrennt að velja. Ef þú ert góður í skóla og hefur haft góðar einkunnir í grunnskóla þá ferðu í “Gymnasium” eða menntaskóla á íslensku. Í þessum skóla er maður í 9 ár og skilar það besta lokaprófinu sem hægt er að hafa eftir þessi ár. Það er líka erfiðasti skólinn. Meðaleinkunnin verður að vera 8.
Síðan er “Realschule”, fjölbrautaskóli (eins og ég var í), sem er fyrir þá sem eru þokkalegir í skólanum. Maður fer í 10. bekk (6 ár) í þennan skóla. Meðaleinkunn þarf að vera 5.
Þeir sem ekki eru góðir námsmenn og eiga erfitt með að læra fara í “Hauptschule” (gagnfræðaskóli). Þar er maður bara fram til 9. bekkjar en lokaprófið er ekki gott og það er erfiðara að fá vinnu.
Sá sem er í “Realschule”, fær lélegar einkunnir og ekki nógu góða meðaleinkunn, þarf að fara aftur í sama bekkinn á næsta ári (þ.e.a.s. ef hann var t.d. í 8. bekk og hafði 4 í meðaleinkunn, þá þyrfti hann að endurtaka 8. bekkinn þegar hann hefði átt að færast upp í 9. bekk). Sá sem fellur hins vegar í “Realschule” þrisvar sinnum verður að fara í “Hauptschule.”
Munur:
Ég er núna búin að vera í íslenskum skóla í svona ca. hálft ár og munurinn er stór.
Í Þýskalandi er sumt ekki eins strangt og hér, t.d. út af skrópi og veikindum og þannig. Ef maður var veikur dugði bara miði næsta dag með staðfestingu frá foreldrum. Ef námsgögn vantaði þá fékk maður strik (punkt) í kladdann og eftir þrjú strik fékk maður tilkynningu heim til foreldra sem þau áttu að skrifa undir. Þannig var það líka með öll próf, foreldrarnur urðu að skrifa undir til þess að þau mundu vita hvernig börnin þeirra standa sig í skólanum.
Á hverju skólaári tók maður 6 próf í einu fagi, en engin lokapróf eins og á Íslandi.
Maður var til klukkan 13:00 á daginn í skólanum, nema tvo og stundum þrjá daga í viku, þá þurftum við að vera til kl. 15:00.
Í 7.-10. bekk var val um frönsku, smíði og textil.
Enska eða franska (fyrir þá sem völdu frönsku) voru bara kennd sem fyrsta og annað erlenda tungumál.
Fríin:
Haustfrí í eina viku
Tvær vikur jólafrí
Fjóra daga “Fasching” (kjötkveðjuhátíð með miklum söng og mikilli drykkju)
Tvær vikur páskafrí
Tvær vikur hvítasunnufrí
Sex vikur sumarfrí
Ich fuhl mich tod tief in mir drin,