Þann 2.mars næstkomandi mun N.F.B standa fyrir hinni árlegu “skíðaferð”… betur þekkt sem Akureyrarferðin hjá FB-ingum.
Í stórum dráttum er þetta ein heljarinnar djammferð til Akureyrar þar sem eitthvað verður farið á skíði, seinustu ár hafa FB-ingar aðallega “skíðað” miðbæinn á Akureyri með litlum undirtektum bæjarbúa.
Gisting er auðvitað alltaf vesen, en N.F.B hefur í þessum tilgangi leigt heilt hótel undir ferðalangana, Hótel Norðurland, og af þeim ástæðum er ferðin aðeins í dýrari kantinum eða 8500 kr. á haus, en það er hverrar krónu virði, allt er innifalið í verðinu, rútuferðin norður, gisting á hótelinu og matur. Þar sem að Hótel Norðurland rúmar aðeins 40 manns þá fer hver að verða síðastur til að komast með en “nota bene” þessi ferð er eingöngu fyrir meðlimi N.F.B.