Nú líður að ‘85 vikunni og verður hún haldin með glæsibrag vikuna 26.feb- 1.mars. MS-ingar byrja vikuna á bílabíó sem verður væntanlega bakvið skólann eins og síðastliðin ár, mánudaginn 26.feb og munu tvær myndir verða sýndar.
Þriðjudaginn 27.feb verður svo hin annálaða Karaoke- og breakdance-keppni, en karaokedæmið er víst nýjung en MS hefur alltaf átt einhverja frambærilega break-dansara.
Miðvikudeginum 28.feb verður hæfileikakeppni SMS haldin og hefst hún kl:20.30 og munu væntanlega margir hæfileikaríkir einstaklingar láta ljós sitt skína, sumir eru samt mishæfileikaríkir og fyrir svona tveimur árum þá kom drengur fram sem einfaldlega kom upp á svið og girti niður um sig… svo að stelpur, ekki láta hæfileikakeppnina fram hjá ykkur fara!
Fimmtudaginn 1.mars mun svo hið árlega og snilldarlega ’85 ball Menntaskólans við Sund verða haldið, það er einfaldlega skyldumæting á þetta ball því að ár eftir ár hefur þetta verið langstærsta ball MS og þó víðar væri leitað, þetta er einfaldlega pottþétt skemmtun og getur ekki klikkað… Be there or be square!!!