Í mörg ár hefur það verið þannig í mínum skóla, að
útskriftarnemendur þriðja árs eru útskrifaðir úr öllum
heimspeki- og listasögutímum því nú fyrir jól eiga þeir að fá
frið til að gera lokaritgerð og undirbúa fyrirlestur um hana. Ég
er núna á þriðja ári í Listaháskóla og við erum sett í
nútíma-Asian art!!!!!! Við fengum áætlun í gær um að skila á
önninni samtals 10 greinum um mism. listamenn, gera
ritgerð og undirbúa fyrirlestur….hvað svo ef þessi fyrirlestur er
daginn fyrir stóra útskriftarfyrirlesturinn!!!???? Við erum eina
þriðja árð sem fær ekki frið til að gera þessa stóru ritgerð og
undirbúa þennan heiftarlega langa fyrirlestur. Ég er strax
orðin maniac af stressi því ég á viku eftir af skólanum fyrir jól
áður en ég fæ….svokallað ritgerðarfrí!!!!!!
Ég brjálast á taugum, og fleiri í kringum mig því við erum að
lesa margar flóknar listasöguritgerðir, gamlar ritgerðir og
flóknar sem erfitt er að skilja samhengið í! Ég held að með
því áframhaldi, geti ég ekki gert góða lokaritgerð! Ef ég fæ
lága einkunn fyrir hana, kenni ég þessum tímum um, sem við
þurfum að mæta í!
Ég er búin að ræða við konu í mínum bekk um þetta, en hún
segir…skóli er skóli. Og auðvitað er SKÓLI sama sem
SKÓLI!!!!!! En voru hinir útskriftarnemarnir þá að útskrifast úr
leikskóla síðustu árin??? Þetta er ekkert smádjobb þessi
ritgerð og ég skal alltaf kenna þessari truflun um!
Önnur stelpa úr öðrum bekk er fullkomlega sammála mér!!!!
Mótmælir engu sem ég segi um þetta. Mér finnst svo mikið
snobb að segja það sem hin sagði! Að geta mótmælt svona
slíku!!!!! Ég var einmitt búin að hlakka til að sleppa við alla
listasögu og heimspeki á þessu ári…en ég sé að maður má
aldrei leyfa sér að hlakka til þá verða oftast vonbrigði:(