þetta er ritgerð eftir mig eða flutningur sem ég fór með í íslensku:


Einn dagur í lífi mínu

Þessi eini dagur í lífi mínu sem að ég ætla að fjalla um er busadagurinn minn. Hann byrjaði bara vel því að við áttum bara að fara í busabol og labba meðfram veggjum og láta krota á okkur og stimpla á okkur busi.
Kl. 12 átti að sækja okkur en þá var ég í stærðfræði. Þegar klukkuna vantaði nokkrar mínútur í tólf heyrði maður hávaðan nálgast. Maður var að brjálast vegna þess að maður vissi að þau væru á leiðinni. Allt í einu komu þau öskrandi inn. Þau voru í göllum og málaðir í framan með grímur og byssur. Þau komu hlaupandi inn til okkar og hentu okkur um eins og við værum tuskur. Þegar ég kom fram var þungrokkshljómsveit bakvið grindverk sem spiluðu á fullu. Ég hljóp til vinkvenna minna og það var ekki nóg með að það ætti að henda okkur um eins og tuskum heldur átti endilega nota okkur til að þrífa gólfið. Okkur var sem sagt hent þarna á gólfið fyrir framan hljómsveitna og ég var svo heppin að lenda á besta staðnum, undir öllum. En sem betur fór stóð það ekki lengi. Eftir þetta var farið með okkur út. Ég stóð þarna undir brúnni á sokkaleistunum en uppi á brúnni voru krakkar að hrækja á okkur og hentu í okkur eggjum. Ég lenti sem betur fer ekki í því, vegna þess að ég var nógu langt undir brúnni en ég stóð þarna og hélt ég væri óhult þegar það var skvett á mig næstum heilli fötu af “vatni” eins og sumir vilja kalla það. Að mínu mati var þetta ekkert venjulegt vatn heldur drulluógeð. Ég reyndi að hlaupa í burtu en þeir voru nú snöggir að sækja okkur aftur. Þá fórum við að körunum. Það vildi ég ekki gera. Þarna stóð ég í smá stund og sá krakkana í körunum sitjandi og ég ætlaði að sjálfsögðu ekki sjálfviljug. En kemur þá ekki einn böðullinn aftan að mér og heldur á mér á hvolfi. Ég var öskrandi og spriklandi vegna þess að ég vissi ekkert hvað var að gerast en ég vissi að hann væri að fara með mig í karið, sem ég vildi alls ekki fara í. Sem betur fór setti hann mig ekki í karið á hvolfi heldur öskraði hann á mig að setjast og ég eins og hundur settist niður. Ég fékk reyndar líka smá hjálp frá honum til að setjast, eða sem sagt mér var ítt niður. En þá kom kennari og bjargaði mér frá þessum hræðilega böðli og hann skammaði hann smávegis og sagði honum að hann ætti að passa sig en hann var með þessa fínu afsökun að hann væri frændi minn, sem var satt. Ég hafði ekki vitað að þetta væri hann vegna þess að hann var breyttur maður þegar hann var komin í búninginn og búinn að sleppa sér í skapinu.
Nú hélt ég að það versta væri búið en þá var að fara yfir lækinn. Ég fór þarna yfir þennan viðbjóðslega læk sem var mikil leðja í og fiskislor og ég var að kafna úr fýlu. Þegar ég var loksins komin yfir og fegin að vera komin yfir það versta var öskrað á okkur að fara aftur til baka bara til að hafa lyktina af manni aðeins sterkari. Svo var okkur troðið útí horn og hellt yfir okkur meira drulluvatni.
Svo vorum við boðin velkomin í skólann og við fengum pepsi. Ég fór heim en sá þarna máv sem að mér leist ekkert sérstaklega á en ég veit ekki hvað honum fannst um mig með þessa yndislegu fiskifíluógeð á mér. Um kvöldið var svo busaball. Það var alveg fínt. Var samt pínu seint , var frá kl 22:30-2:30 og ég var mjög þreytt daginn eftir.
Ég á samt aldrei eftir að gleyma þessum degi því hann var að sjálfsögðu mjög eftirminnilegur. Gaman að hlæja að honum eftir á.


hvernig finnst ykkur svo? það mátti bæta við að við þurftum að skríða í klökum undir neti en ég slapp við það hehe en þetta var skemmtilegur dagur sem mig langaði bara einnig til að deila hérna með ykkur…