Mýrarhúsaskóli er fyrir 1-6 bekk.
Valhúsaskóli fyrir 7-10 bekk. 7 bekkur var færður þangað því að það var ekki nóg pláss í Mýró. Mamma mín sem er kennari í Mýró varð alveg bit þegar hún heyrði þetta eins og allir aðrir kennarar í Való og M'yró.
Það var látið vita 2 dögum áður en þetta var samþykkt og enginn bjóst nú bara vi þessu. Það á semsagt að reka báða skólastjórana, auglýsa eftir nýjum, en ég er ekki viss hvort það eigi svo að byggja nýjan skóla!
Ég spyr nú bara hvað fá þeir uppúr þessu. Kennarar fóru á fund til mótmæla og spruðu afhverju og hver væri tilgangurinn. Þeir gátu ekki svarað þessu og breyttu um umræðu efni svo var ég hlusta á fréttirnar og það var sagt að J'onmundur eitthvað (sem er bæjarstjóri og stjórnar þessu öllu) vildi ekki tjá sig um málið.
Hann er greinilega kjaftstopp. Veit EKKERT hvað hann á að segja. Margir kennarar eru búnir að segja upp því þeir fengu að vita að það sé að fara reka Regínu. Ég vil ekki segja mikið því ég veit ekkert um þetta en ég held að mörgum finnist Regína eitt af bestu skólastjórum sem þeir hafa unnið með.
Svo er annað. Er eitthvað betra að hafa 800 manna skóla. Mér finnst þetta fínt svona. Það er alltaf svo mikil ró á göngunum og maður getur spjallað saman í friði og haft svolítið kósí!
Ég sé einvhern veginn það ekki fyrir mér í 800 manna skóla.
En hef ekki meira að segja.
-AnnaPotte
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*