Núna í næstu viku eru samræmdu prófin hjá mér í sjöunda bekk. Fyrst er stærðfræði prófið á fimmtudegi og svo er íslensku prófið á föstudaginn. Við mætum ekki fyrr en klukkan tíu eða eitthvað og svo tökum við fyrri helminginn, síðann er 20 mínútna hlé sem maður getur nýtt í að fara í mötuneitið og fengið sér að borða og svo tekur maður seinni hlutann og þegar maður er búinn má fara heim. Svona verður þetta bæði á fimmtudaginn og föstudaginn.
Ég hvíð smá fyrir prófunum en samt er þetta auðveldara en vorprófin því í vorprófunum þarf maður að læra fyrir öll fögin en núna eru þetta bara íslenska og stærðfræði. Ég held að krakkarnir í tíundu bekk ætti frekar að vera að fara á taugum heldur en við í sjöundu bekk því þótt þetta sé bæði samræmd er þetta miklu alvarlegra og ef manni gengur illa þegar maður er í tíunda bekk kemst maður kannski ekki í jafn góðan skóla og maður vill. En þegar ég er kominn í tíundu bekk ætla ég bara að læra og læra og læra og læra fyrir samræmda prófið svo mér gangi vel, en ég á ekkert að vera að hugsa um þetta því þetta gerist ekki fyrr enn eftir nokkur ár og það þarf ekkert að stressa sig yfir þessu núna.
Kveðja Birki